Læknaráð Flórída bannar kynþroskabælandi meðferðir og skurðaðgerðir á börnum

frettinErlent, Kynjamál, Skýrslur, VísindiLeave a Comment

Eftir fimm klukkustunda spennuþrunginn vitnisburð og mótmæli, kaus læknaráð Flórída með því að semja nýjar reglur sem banna öllum ólögráða börnum í ríkinu, að fá kynþroskahemlandi hormónameðferðir og skurðaðgerðir vegna kynáttunarvanda barna.

Læknaráð Flórída er það fyrsta í landinu til að taka upp slíka reglugerð, en Flórída er meðal þeirra ríkja sem hefur reynt að takmarka aðgerðir fyrir transfólk undir lögaldri.

Í lok fimm tíma fundar sem var haldinn á föstudaginn síðasta fóru mótmælendur að öskra „Skömm!“  að nefndarmönnum og sumir þeirra lögðust niður og  þóttust vera dauð í anddyri alþjóðaflugvallarins í Orlando, þar sem fundurinn var haldinn.

Mótmælendur fyrir utan flugvöllinn í Orlando.

Reglugerðin er nýjasta uppfærslan í mánaðarlöngu átaki undir stjórn ríkisstjórans Ron DeSantis, er lítur að því að takmarka aðgerðir barna með kynáttunarvanda.

Áhuginn á málinu hófst í apríl, þegar DeSantis og Joseph Ladapo skurðlæknir í Flórída gáfu út leiðbeiningar í gegnum heilbrigðisdeild Flórída, sem til þess eru fallnar að koma í veg fyrir kynþroskabælandi hormónameðferðir á ólögráða börnum.

Heilbrigðisstofnunin í Flórída gaf út skýrslu í júní, þar sem komist var að því að kynskiptaaðgerðir og hormónabælandi lyf fyrir börn með kynama er ekki í samræmi við almennt viðurkennda faglæknisfræði, og almennt viðurkennda staðla og eru með öðrum orðum, tilrauna- og rannsóknarverkefni með möguleika á skaðlegum langtímaáhrifum fyrir börnin. Í framhaldi upphófust svo rökræður á meðal sérfræðinga.

Dr. Michael Laidlaw, innkirtlafræðingur í Rockland, Kaliforníu, vitnaði í ritrýndar rannsóknir sem sýndu að 50% til 90% barna með kynvitund sem er ekki í samræmi við úthlutað kyn við fæðingu, vaxa upp úr ástandinu á fullorðinsárum.

„Grundvallarvandamálið við þessa meðferð eins og ég sé hana er: „Hvað gerist þegar þú þvingar ferhyrndan pinna í kringlótt gat?“ sagði hann. „Þú endar með því að meiða eða eyðileggja tindinn í því ferli.“

Fyrstu níu fundarmenn sem allir kenndu sig við trans tóku til máls, voru þau öll hlynnt því að takmarka kynþroskablandi meðferðir og skurðaðgerðir á ólögráða börnum. Átta þeirra sögðust hafa séð eftir breytingunni og vildu nú kenna sig við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu. Ein af þeim hafði gengist undir skurðaðgerð sem barn.

Chloe Cole er sú sem um ræðir, en hún lýsir sjálfri sér sem 18 ára gamalli kvenkyns frá Kaliforníu, og segir frá því að hún hafi byrjað að skipta um kyn 12 ára, og gengist undir tvöfalt brjóstnám 15 ára gömul. Þegar hún var 16 ára áttaði hún sig á að hún sæi eftir breytingunni.

„Allt tal um geðheilbrigði, sjálfsskynjun, fornöfn og hugmyndafræði leiðir mig að spurningunni, hvers vegna er ekki verið að bregðast við geðheilbrigðisfaraldri með geðheilbrigðismeðferð til að komast að rótum hvers vegna kvenkyns unglingar eins og ég vilja hafna líkama sínum ?” sagði Cole.

Chloe Cole

Stjórnin heyrði einnig í foreldrum transungmenna. Hope McClay, sem á 9 ára transbarn, sagði að hún hefði þurft að þvinga dóttur sína til að fara láta klippa hárið stutt áður en hún kom út sem trans.

Meira um málið má lesa á NBC News.

Skildu eftir skilaboð