Fyrrum dagskrárgerðarmaður CNN játar að hafa misnotað níu ára stúlku

frettinDómsmál, Erlent1 Comment

Fréttin sagði frá því í desember á síðasta ári að fyrrum dagskrárgerðamaður hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN, John Griffin, hafi verið ákærður og settur í gæsluvarðhhald fyrir að reyna að tæla ólögráða börn til að taka þátt í ólöglegum kynlífsathöfnum. Hann var rekinn frá CNN stuttu eftir ákæruna.

Griffin játaði fyrir alríkisdómsstóli á þriðjudag að hafa notað stoppistöðvar á þjóðvegum landsins til að lokka og neyða 9 ára gamalt barn til að taka þátt í kynlífsathöfnum í sumarbústað sínum í Vermont.

Tvær af þremur ákærum á hendur Griffin voru felldar niður af dómstólnum.  Samkvæmt AP fréttastöðinni verður Griffin að greiða fórnarlömbunum skaðabætur, fjárhæð sem verður ákveðin af dómstólnum.

Í dómskjölum kemur fram að Griffin hafi hitt konu á netinu sumarið 2020 og talað hana inn á að koma með 9 ára dóttur sína í skíðakofa hans í Ludlow, Vermont. Griffin keypti flugfar fyrir stúlkuna og móðurina frá Nevada til Boston, sótti þær til Boston og fór svo með þær heim til sín í Vermont, þar sem barnið sagði að Griffin hafi misnotað sig kynferðislegu.

Griffin sendi textaskilaboð til móður tveggja dætra, 9 og 13 ára, þar sem stóð: „Ein af stóru lygunum í þessu samfélagi er að konur séu viðkvæmir saklausir englar, þær eru í raun og veru í eðli sínu skítugustu druslur sem hægt er að finna, hvernig sem á það er litið.“

Hann á einnig að hafa sagt í skilaboðum til móðurinnar: „Þegar hún er meðhöndluð á viðeigandi hátt er kona kona, óháð aldri hennar,“ og hvatti móðurina til að sjá til þess að 13 ára dóttir hennar „fengi viðeigandi þjálfun“.

Griffin, sem er 45 ára, á yfir höfði sér að minnsta kosti 10 ára í fangelsi og fjársekt sem nemur allt að 250.000 dollurum. Hann var ákærður fyrir að þvinga foreldra til að leyfa ólögráða dætrum þeirra, allt niður í sjö ára til að stunda kynlíf á skíðaheimili sínu í Vermont.

FoxNews og fleiri miðlar sögðu frá.

One Comment on “Fyrrum dagskrárgerðarmaður CNN játar að hafa misnotað níu ára stúlku”

Skildu eftir skilaboð