Friður í Úkraínu? Kissinger spyr hvort nú sé réttur tími til samningaviðræðna

frettinErlent, Ingibjörg Gísladóttir, Úkraínustríðið1 Comment

Henry Kissinger reynir aftur að koma á friði í Úkraínu og skrifar til þess grein í Spectator. Í upphafi greinarinnar vitnar hann til þess að í ágúst 1916  hefði verið talið mögulegt að stöðva Fyrri heimsstyrjöldina með milligöngu Bandaríkjaforseta sem þá var Woodrow Wilson en hann ekki talið sig hafa tíma einmitt þá því kosningar til endurkjörs voru í nóvember. Í nóvember hefðu hins vegar tvær milljónir fallinna bæst við og glugginn til samninga lokast. Kissinger spyr hvort nú þegar Vetur konungur neyðir menn til að gera hlé á bardögum sé rétti tíminn fyrir samninga.

Hann sér Úkraínu fyrir sér sem aðila að NATO og friðarsamningar muni gera það mögulegt. Þar sem Svíþjóð og Finnland hafi bæst í hópinn geti Úkraína ekki verið hlutlaus. Það er ekki reyndar alveg rétt hjá honum því hvorki Tyrkland né Ungverjaland hafa samþykkt inngönguna og Erdogan mun ekki gera það fyrr en í fyrsta lagi eftir kosningarnar í júní á næsta ári (Svíar hafa ekki framselt nema einn (kannski tvo) af þeim meintu hryðjuverkamönnum sem hann hefur kallað eftir) og hann er strax farinn að undirbúa sig með því að láta dæma einn helsta keppinaut sinn Ekrem Imamoglu, borgarstjóra Istanbul, í tveggja ára og sjö mánaða fangelsi fyrir að móðga einhverja embættismenn (margir eru í fangelsi fyrir að móðga Erdogan).

Kissinger vill að vopnahléslínan verði látin liggja þar sem hún var 24 febrúar í ár. Rússar myndu sem sagt halda uppreisnarsvæðunum í Donbass og Krímskaganum. Náist ekki samstaða um þau landamæri þá verði að líta til vilja íbúanna. Hægt sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu undir eftirliti alþjóðasamfélagsins á svæðum sem mjög sé deilt um og margoft hafi skipt um hendur yfir aldirnar. Hann segist ekki vilja rústa Rússlandi eins og sumir, landið hafi lagt sinn skerf til jafnvægis heimsmálanna í meira en hálft árþúsund og upplausn í landi sem býr yfir þúsundum kjarnavopna hugnist sé alls ekki. Vopn sem stýrt er af gervigreind vekja honum ugg, slík vopn gætu hæglega komið af stað þriðju heimstyrjöldinni.

Það er vissulega svo að einhver hópur (eða hópar) sé tilbúinn að ganga mjög langt til að ögra Rússum: Herskipinu Moskvu var sökkt með aðstoð Bandaríkjamanna, gasleiðslur í Norðursjónum sem fluttu ódýrt gas til Evrópu voru sprengdar (Rússar gruna Breta einna helst), Kerch brúin frá Krímskaga til meginlandsins var sprengd (önnur akreinin) og einhverjir Úkraínumenn skutu loftvarnarskeyti til Póllands, sem allir fjölmiðlar kenndu Rússum um (líka Mogginn). Hinn tæplega tíræði Kissinger lýkur greininni á því að minna á að öryggi og sættir fari saman. Hafi menn ekki hvort tveggja þá hafi menn hvorugt.

kort sem sýnir svæðin sem Rússar og uppreisnarmenn réðu fyrir innrásina

One Comment on “Friður í Úkraínu? Kissinger spyr hvort nú sé réttur tími til samningaviðræðna”

  1. Það verður spennandi að sjá hvorn CFR hópurinn velur Pútin eða Selenskí. Eða báða eins og oftast áður.

Skildu eftir skilaboð