„Fyrir mitt leyti, á meðan ég er á lífi, vil ég ekki birta neitt lengur. Reiði klíkunnar gegn mér í Þýskalandi“ – útskýrði Ratzinger í bréfi til Elio Guerriero – „er svo mikil að hvert orð sem birtist eftir mig veldur ærandi gargi. Ég vil hlífa mér og kristninni við þetta“.
Þetta er haft eftir hinum bæverska Ratzinger, Benedikt XVI, fv. páfanum í Róm í bókinni „Hvað er kristni? Allt að því andleg játning“ sem hann hefur látið gefa út hjá ítölsku bókaútgáfunni Montadori eftir andlát sitt, í umsjón Elio Guerriero og Monsignor Georg Gnswein. Frá þessu greinir time.news og einhver umræða er um málið á Twitter.
Yesterday an absolute bombshell was released, something completely unprecedented in the history of the Catholic Church. No English speaking news outlets have discussed it, and I believe we are witnessing mass media censorship. Benedict XVI published a posthumous book pic.twitter.com/XjDTC0rITP
— V 𓁼 (@pope_head) January 23, 2023
Lítið hefur verið fjallað um þessi atriði í enskumælandi miðlum þó að bókin hafi fengist frá því fyrir helgi, sem sumir telja vísbendingu um að valdamiklir aðilar vilji reyna að koma í veg fyrir „tjón“.
Hreinlífi embættismanna dregið í efa
Í öðrum kafla úr bókinni, ræðir Benedikt XVI um samkynhneigð og það sem hann skilgreinir sem hommaklúbba í prestaskólum. Hann boðaði „hrun“ í prestlegum undirbúningi.
Var Benedikt XVI bolað úr embætti?
Mikla athygli vakti þegar Benedikt XVI páfi sagði af sér fyrir tæpum áratug, en undir venjulegum kringumstæðum ljúka páfar embættisstörfum sínum með andláti. Upplýsingar úr bókinni koma ef til vill ekki á óvart, en sláandi þykir að fyrrum æðsti embættismaður kaþólsku kirkjunnar viðurkenni það, handan grafar og dauða.
One Comment on “Benedikt páfi upplýsir hneyksli með bók eftir andlát sitt”
við þessu