Ástralski bobsleðakeppandinn Duncan Pugh látinn eftir heilablóðfall

frettinAndlát, ÍþróttirLeave a Comment

Ástralski bobsleðakeppandinn Duncan Pugh lést aðeins 48 ára að aldri eftir að hafa fengið skyndilegan gúlp við heilann. Hann lætur eftir sig eiginkonu sína og tvo unga syni.

Pugh, sem var fulltrúi Ástralíu á Vetrarólympíuleikunum í Vancouver 2010, varð fyrir „skelfilegri heilablæðingu“ í Perth 24. janúar sl. og ekki var hægt að bjarga lífi hans.

„Við erum niðurbrotin og einfaldlega orðlaus,“ skrifaði eiginkona hans McKenzie í dánartilkynningu á netinu.

Pugh, sem er fyrrum hlaupari og strandlífvörður, tók þátt á bobsleðakeppninni á Evrópumótinu árið 2007 eftir að hafa kynnst íþróttinni í gegnum vin.

Tveimur árum síðar vann hann brons ásamt Chris Spring á mótinu America's Cup 2009 í Calgary, Kanada, í tveggja manna keppni.

Hann tók fyrst þátt á Ólympíuleikunum árið eftir á vetrarleikana í Vancouver en féll úr keppni í fyrstu umferð eftir árekstur sem varð til þess að hann fékk heilahristing.

Daily Mail.

Skildu eftir skilaboð