Eldur kviknaði í þremur olíubirgðastöðvum í eigu Pemex á einum degi

frettinErlentLeave a Comment

Mikil sprenging varð í Pemex hráolíustöð í Veracruz í Mexíkó á fimmtudag og er fimm manns saknað. Þrír eldar kviknuðu í þremur mismunandi olíustöðvum; tveimur í Mexíkó og einni í Texas, Bandaríkjunum. Allt gerðist þetta á einum degi og eru allar stöðvarnar í eigu mexíkóska olíufyrirtækisins Pemex sem er í eigu mexíkóska ríkisins. #ExplodedSuddenly JUST NOW: Major explosion and fire … Read More

Vindmyllugarðar: Óska eftir rannsókn vegna óvenjumikils hvaladauða

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Orkumál, UmhverfismálLeave a Comment

Tólf bæjarstjórar í New Jersey-ríki, suður af New York, hafa óskað eftir að rannsókn fari fram á því hvort að uppsetning á vindmyllugörðum við austurströnd Bandaríkjanna geti átt þátt í óvenjumiklum hvaladauða á svæðinu undanfarið. Frá þessu greindi Fox News í byrjun mánaðarins. Þeir undirrituðu sameiginlega beiðni til ríkisins og alríkisins, þar sem farið var fram á stöðvun framkvæmda þar … Read More

ESB finnur ekki 300 milljarða evra af frystum rússneskum gjaldeyriseignum

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Evrópusambandið, Fjármál, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Ekki hefur tekist að finna megnið af rússneska gjaldeyrisvaraforðanum, eða um 300 milljarða evra, sem frystur var í evrópskum bönkum eftir 24. febrúar í fyrra. Þetta hefur litháenski fréttavefurinn Delfi eftir ónefndum heimildum innan úr Evrópusambandinu, í umfjöllun sem birtist þann 21. febrúar síðastliðinn. Evrópskur þingmannahópur hafði krafist þess af framkvæmdastjórninni, að gerð yrði samantekt yfir frystar eigur rússneska ríkisins. … Read More