Gangur stríðsátakanna í Úkraínu – YouTube rás uppfærð daglega um stöðuna

frettinFjölmiðlar, Úkraínustríðið1 Comment

Stærstu fjölmiðlarnir á Vesturlöndum sem og hér á landi hafa lítið gert í því að greina frá raunverulegum gangi átakanna í Úkraínu.

Skilja mætti á fréttum hér á landi að öll Úkraína logi í bardögum þegar staðreyndin er sú að bardagarnir eru í austurhluta Úkraínu þar sem Rússar eru yfirgnæfandi meirihluti íbúa. Víglínan er gríðarlega löng og nær frá norðurlandamærum Úkraínu og alveg til suðurs.

Eftir margra mánaða bardaga í kringum borgina Bakhmut í Donetsk, sem tilheyrir hinum svonefndu Donbass fylkjum í austurhluta Úkraínu, eru Rússar nánast búnir að umkringja borgina og komnir inn í hana að hluta. Útlit er fyrir að aðeins séu nokkrir dagar þar til borgin falli í hendur Rússa. Vegna samgangna hefur borgin mikilvægt hernaðarlegt gildi og því er það úkraínska hernum mikið áfall fari svo að Rússar nái borginni á sitt vald.

Á YouTube rásinni Weeb Union er staðan á víglínunni með nánari útskýringum uppfærð daglega með útskýringum og fróðlegum upplýsingum um taktík og möguleika stríðsaðila. Þar er hægt að fylgjast með gangi mála og fá þannig enn betri skilning og upplýsingar um gang átakanna.

One Comment on “Gangur stríðsátakanna í Úkraínu – YouTube rás uppfærð daglega um stöðuna”

  1. Thordis. Ætlastu til að við tökum mark á þessu “Weeb union” bulli. Það ætti að vera nóg að lesa commenta kerfið hjá þeim. Þeir fá ekkert nema hrós. Hvernig er það hægt?

Skildu eftir skilaboð