Úkraína á barmi uppgjafar?

frettinHallur Hallsson, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Eftir Hall Hallsson:

Rússar sækja alls staðar fram á vígstöðvum A-Úkraínu. Orrustan um Bakhmut er á lokastigi. Zelenskyy hefur lagt mikla áherslu á að halda þessum 77 þúsund manna, nú draugabæ. Þegar Zelinskyy ávarpaði Sameinað Þing Bandaríkjanna;  Joint Session of Congress í Washington 21. desember síðastliðinn þá líkti Zelinskyy orrustunni um Bakmuth við lokasókn Hitlers sem hófst fyrir jólin 1944 og lauk í lok janúar 1945; Battle of Bulge. Í Úkraínu höfðu Rússar sótt að Bakhmut frá maí í átta mánuði og mætt gríðarlega harðri andstöðu og hörfað. Það var túlkað á Vesturlöndum sem veikleiki rússneska hersins vanbúnum til styrjaldar var fólki sagt heima í stofu.

Aþingi klappar fyrir Selenskí

Klappað og fagnað

Í ræðu sinni lagði Zelinskyy áherslu á að Bakhmut mætti ekki falla. Ef svo ætti að verða yrði hann, Zelinskyy að fá dollara og vopn. Hann afhenti Nancy Pelosi þingforseta og Kamillu Harris varaforseta áritaðan úkraínskan fána hermanna í Bakhmut. Þær klöppuðu af gleði og spenningi veifandi blá/gula fánanum. Joe Biden fylgdist með í Hvíta Húsinu. Allt var svo stórkostlegt. Hvað er með allar þessar konur sem elta Joe Biden með Laptop-from-Hell tökvuna og 10% to the Big Guy. Nennir engin valdakona hvort heldur í Ameríku eða Evrópu að kynna sér Biden Crime Family? Hvað er þetta með konur sem velja skúrka?

Bakhmut átti að verða lokasókn Rússa, ósigur Rússa líkt og Hitlers 1945. Upphaf gangsóknar til þess að reka rússneska herinn til baka út úr Úkraínu. Rússland átti að hrynja og Pútin hrökklast frá völdum. Zelinskyy heimsótti þjóðþingin eitt af öðru. Alls staðar var klappað og fagnað. Á Alþingi klappaði og fagnaði þingheimur frammi fyrir Zelinskyy á skjánum. Allt var svo stórkostlegt. Nú segir Zelinskyy að bandarískir foreldrar verði að senda syni sína og dætur til Úkraínu.

Úkraína

Barist í Bakhmud hús úr húsi

Nú er Bakhmut er að falla, . Samkvæmt nýjustu fréttum Newsweek, Weeb Unionog fleiri miðlum hafa Rússar umkringt AZOM málmverið í iðnaðarbænum Artyomovsk í útjarðri Bakmut. Newsweeksegir að 300 úkraínskir hermenn séu innikróaðir í málmverinu í svokallaðri Vostomash byggingu. Rússar sækja inn í Bakhmut frá norðri, austri og suðri, samkvæmt Weeb Union sem daglega flytur vandaðar fréttir af stöðunni á vígstöðvunum. Bakhmut er hernaðarlega mikilvægur iðnaðarbær á krossgötum. Sannlega eru bardagar harðir. Það er barist hús úr húsi sem minnir á skotgrafir fyrstu heimstyrjaldar. Úkraína er að gjalda afhroð af því hermenn þeirra mæta ofurefli liðs. Þeir eru mun færri með hvorki með vopn né skotfæri á pari við bræður sína Rússa.

Vonlaus staða

Staðan sögð vonlaus

Herforinginn Douglas Macgregor segir að staða úkraínska hersins sé vonlaus. Yfir 200 þúsund Úkranar séu fallnir, 400 þúsund óvígir, 500 deyi á degi hverjum. Í ársbyrjun skýrði Der Spiegel frá því að þúsund væru að deyja daglega. Úkraínskir karlmenn á besta aldri eru að miklum hluta fallnir. Úkraínska hernum hafi verið gereytt. Nú eru 15-16-17 ára unglingsdrengir kvaddir í herinn, ásamt konum og körlum yfir fertugu, að sögn Macgregor. Um tíma voru tíu þúsund úkranar í hverkví í Bakhmut en nokkur þúsund hefur tekist að flýa í gegn um skóga vestur á bóginn. Rússar hafa tífalt hernaðarafl á við Úkrana; tvífalt fleiri sprengjur, tífalt fleiri eldflaugar, gnægð skotfæra. Rússar hafa vissulega orðið fyrir skakkaföllum, 30 þúsund fallnir og 30 þúsund óvígir þannig að miklar fórnir hafa verið færðar af bræðrum sem berjast. Indverska Hindustan Times skýrir frá viðtali Zelinsky við japanska fréttamiðilinn Yimouri að Úkraína hafi hvorki vopn né skotfæri. Fyrstu merki uppgjafar spyr Hindustan Times. Staðan er grafalvarleg.

Propaganda áróður

Ein og sama rikisfréttin heima í stofu

Um öll Vesturlönd hefur fólk fengið eina og sömu stofufréttina á rauntíma í boði Trusted News Initiative ríkis- og ríkra-miðla um það á hversu Rússar séu vanbúnir með úrelt vopn og illa klæddir. Allt stríðið hafa Vesturlandabúar horft á stofufréttir af vopnasendingum í Austurveg. Trukkar með Himar eldflaugar; loftvarnakerfi til að granda orrustuþotum og flugdrónum; stóra skriðdrekamálið Leopoard, Abrams og Challenger skriðdrekar; F-16 orrustuþotur sem svo Zelinskyy var neitað um en fær nokkrar gamlar MIG sovéskar orrustuþotur. Rishi rikki ríki Sunak og Zelinsky voru glaðir og reifir með orrustuhjálmana sína. Fólk heima hefur horft á stofufréttir af milljörðum dollara og vopnasendingum en engar fréttir hugaðra fréttamanna sem hætta lífi sínu á vígstöðvunum. Í Víetnam fékk Ameríka stríðið inn í stofu. Hryllinginn í My Lai. Ekkert svoleiðis nú. Bara rúvari flýjandi endilanga Úkraínu.

Proxy-stríð

Hvers vegna Proxy-stríð?

Rússar hafa náð auðlindum Austur-Úkraínu á sitt vald; olíulindum, gaslindum, kolanámum, saltnámum, járnnámum ásamt iðnaðarhéruðum Donbass og Luhansk. Bakhmut er síðust í iðnaðarhéraðinu Donbass til að falla. Nú taka við landbúnaðarhéruð hinnar frjósömu Úkraínu. Vesturlönd eru að bíða ósigur líkt og Hitler í Stalingrad 1943.

Hvernig datt Vesturlöndum í hug að etja Úkraínu í proxy-stríð gegn Rússlandi? Hvernig datt Vesturlöndum í hug að Rússland myndi hrynja við vestrænar viðskiptaþvinganir og Pútín hrekjast frá völdum. Þvert á móti eru vestrænar þjóðir á barmi hruns einangraðar og dæmdar af 80% mannkyni vegna Endalausra styrjaldir og ný-nýlendustefnu sinnar. Auðvitað snýst þetta um peninga og völd hinna ríku. Ameríka sem var nýlenda er nú ný-nýlenduþjóð af nýrri tegund. Ameríka segist varpa sprengjum í nafni frelsis og lýðræðis. Spyrjið Víetnama, Serba og múslimaþjóðir til þess að komast í olíu þeirra. Nú skal ná Úkraínu og lama Rússland til þess að komast yfir ótæmandi auðlindir rússnesku þjóðarinnar.  Á  Íslandi bankar Brussel á dyr og krefst fiskimiða og orkulinda. Um aldir bjuggu forfeður okkur í danskri nýlendu. Því má íslensk þjóð aldrei gleyma.

Skildu eftir skilaboð