Samhengi á meintum landvinningum Úkraínumanna

frettinInnlendarLeave a Comment

Eftir Geir Ágústsson verkfræðing:

Það er erfitt að fylgjast með fréttum frá átökum Rússa og Úkraínumanna. Þar stangast allt á. En það þarf ekki að vita allar staðreyndir málsins til að sjá að frétt um endurheimt Úkraínumanna á einu þorpi er ekki frétt heldur tilraun til að réttlæta mögnun átaka í Úkraínu.

Ég merkti að gamni inn svæði sem er um það bil tvöfalt stærra að flatarmáli og meintir landvinningar Úkraínumanna síðan þeir hófu í upphafi júní að  dæla ungum mönnum og vestrænum stríðstólum í hakkavélina sem rússnesku varnarlínurnar eru.


Þetta flatarmál landvinninga er auðvitað ekki samþjappað á einum stað. Það dreifist yfir þúsundir kílómetra af varnarlínum. Í raun hefur ekki tekist að ná neinum árangri. Ef menn vilja Rússa út úr Úkraínu þá þurfa menn að setjast niður og sannfæra þá um að rússneski minnihlutinn í Úkraínu fái að tala rússnesku, stunda trúarbrögð sín og ráða sínum málum meira (Krím-skaga sleppa þeir samt ekki, svo það sé á hreinu). Rússar samþykktu tvo samninga sem kváðu á um eitthvað svona. Þeir voru auðvitað sviknir en til forðast meira blóðbað, meiri eyðileggingu og fleiri fórnir er þetta eina leiðin.

En á meðan menn afneita þá halda ungir menn áfram að deyja í rússnesku hakkavélinni, og við á Vesturlöndum klöppum fyrir því að eitt þorp hafi skipt um hendur, tímabundið.

Skildu eftir skilaboð