Eldgos hafið á Reykjanesi: kvikan komin upp á yfirborðið

frettinInnlentLeave a Comment

Eldgos er hafið á Reykjanesskaga. Reykur stígur upp úr hlíðum við Litla-Hrút að sögn Kristínar Elísu Guðmundsdóttur náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Veðurstofan greindi óróa upp úr klukkan tvö í dag.

Í vefmyndavél RÚV sést mikinn reyk leggja frá Litla-Hrút á Reykjanesskaga, jörð virðist vera að sviðna og það er mikill hiti undir henni.

Fólk er beðið að halda sig fjarri þar til viðbragðsaðilar eru komnir á staðinn.

Ekki er enn hægt að sjá hvort kvika sé komin upp á gossvæðinu en Kristín telur að líklegt.

„Við sjáum það ekki alveg nógu vel á vefmyndavélunum, bara út af staðsetningunni á henni og svo hversu þykkur reykurinn er,“ segir hún.

„Það virðist glitta í kviku. Þannig þetta er bara að byrja. Við eigum eftir að sjá kviku örugglega bara mjög fljótlega.“

Uppfært: kvikan er komin upp á yfirborðið, það var Garðar Skarphéðinsson sem náði fyrstu myndum af kvikunni og má sjá hér neðar.

Skildu eftir skilaboð