„Þýskir“ nauðgarar á Mallorca voru svo ekki þýskir

frettinErlent, InnflytjendamálLeave a Comment

Þýskir meginstraums fjölmiðlar hafa greint frá því að „fimm Þjóðverjar“ hafi verið handteknir grunaðir um hópnauðgun á Mallorca. Spænsk dagblöð gefa þó ítarlegri mynd af því sem gerðist.

Um helgina var greint frá „þýsku karlmönnunum fimm“ sem voru handteknir grunaðir um að hafa nauðgað 18 ára gamalli spænskri stúlku á Mallorca.

Fljótt kom í ljós að allir hinir grunuðu eru með innflytjendabakgrunn - en helstu meginstraumsmiðlar greindu ekki frá þessu, heldur héldu áfram að kalla mennina „Þjóðverja“ og „hópur Þjóðverja“ er dæmi um orðanotkun miðlana og skrifað t.d. á  Remix News.

Spánski miðilinn Ultima Hora hefur hinsvegar greint frá því að hinir grunuðu, sem eru á aldrinum 21 til 23 ára, séu af tyrkneskum uppruna.

Í þýskum fjölmiðlum er mönnunum stöðugt lýst sem „Þjóðverjum“ samkvæmt hinu „íhaldssama“ Die Welt var innflytjendabakgrunnur hinna grunuðu ekki nefndur einu orði, segir jafnframt á Remix News. Þessum upplýsingum hefur verið haldið leyndum af meginstraumsmiðlum eins og Associated Press, Deutsche Welle og Daily Mail.

Eina stóra þýska dagblaðið sem virðist hafa minnst á innflytjendabakgrunn mannanna er dagblaðið Bild. Bild er eitt fárra rita í Þýskalandi sem birtir slíkar upplýsingar þegar lögreglan gerir þær aðgengilegar.

FriaTider greinir frá.

Skildu eftir skilaboð