Innflytjendamálin á Íslandi eru komin úr böndunum

frettinGústaf Skúlason, Heimsmálin, Margrét FriðriksdóttirLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Sérfræðingar og sérfræðingaveldi eru mjög undir athygli þessa dagana og hvað það þýðir að fela sérfræðingum að fara með málin. Viðtal Tucker Carlson hefur óneitanlega komið við kaunin á valdasjúkum glóbalistum. Hafa þeir sett hverja herferðina í gang á fætur annarri til að sverta þennan afburða blaðamann til að koma í veg fyrir að venjulegt fólk hlýði á viðtal hans við Pútín. Þetta var meðal þess sem rætt var í tíunda þætti Heimsmálanna með þeim Margréti Friðriksdóttur, fréttin.is og Gústafi Skúlasyni, fréttamanni í Svíþjóð.

Samansafn af „frægu“ fólki hefur tranað fram til að snýta sér á Carlson, til að mynda kallaði Boris Johnson hann „svikara“ fyrir að tala við Pútín. Aðrir blaðamenn sem hafa talað við mun verri menn hafa ekki verið ásakaðir á jafn fautalegan hátt og núna er gert við Tucker. Er þetta allt til marks um, hversu duglegur blaðamaður hann er. Samtímis afhjúpast hversu lúalegir þeir eru sem þola ekki opna umræðu og vinna hörðum höndum að afnema lýðræði og málfrelsi út um víða veröld.

Verður að hlusta á báðar hliðar til að geta tekið afstöðu

Robert F. Kennedy jr. hvetur „alla“ til að sjá viðtalið og undir það má taka. Hann vísar til frænda síns John F. Kennedy, Bandaríkjaforseta, sem kenndi honum að maður þyrfti að hlusta á báðar hliðar til að geta tekið afstöðu. Burtséð frá því, hvaða skoðun maður hefði á viðkomandi. Þessi afstaða varð heiminum til lukku þegar Kúbudeilan leysist og Rússar hurfu frá því að byggja eldflaugastöðvar á Kúbu.

Öldungadeildarþingmaðurinn James David Vance lýsti þeirri áráttu þegar tveir stærstu stjórnmálaflokkarinir sameinast í því að fela almenna skynsemi og leggja umboð kjósenda í hendur „sérfræðinga.“ Rakti hann misheppnað stríðsbrölt Bandaríkjanna mörg ár aftur í tímann t.d. Víetnam og Afganistan og hvað tíma til kominn að Bandaríkjamenn hættu að sameinast um þessa afstöðu og færu gegn stríði dagsins í Úkraínu. Vance taldi með öllu óásættanlegt að enginn Bandaríkjamaður spyrði spurninga um hver og hvers vegna hefði sprengt Nord Stream í loftið.

Pútín hefur sigrað bæði efnahagslega og hernaðarlega

Þrátt fyrir að Pútín hafi í raun sigrað stríðið í Úkraínu er alls ekki séð fyrir endann á því. Ræddu þau Margrét og Gústaf um þær hættur sem leynast, þegar stríðsóðum vopnasölum er gefinn laus taumurinn. T.d. sagði Gústaf að frá hans sjónarhorni á Norðurlöndum væri þriðja heimsstyrjöldin, það sem allir væru að búa sig undir. Margréti fannst það sorgleg staða. Ekki bætir stjórnleysi yfirvalda í innflutningsmálum bæði vestan hafs sem austan úr ástandinu. Margrét er nýkomin úr ferðalagi til New York og sagði mikinn mun á samsetningu borgarbúa miðað við þegar hún kom þangað áður.

Innflytjendamálin á Íslandi eru komin úr böndunum og er litlu samfélagi sem Íslandi veruleg hætta búin að týna menningu og sjálfstæði sínu við þá innrás sem líkja má hömlulausum fólksinnflutningi við. Mörg önnur mál bar að koma en smelltu á spilarann hér að neðan til að hlusta á þáttinn:

Skildu eftir skilaboð