Fréttatilkynning frá Samtökunum 22: gagnaleki WPATH

frettinInnlent, TransmálLeave a Comment

Í síðustu viku boðuðu Samtökin 22 ásamt Genspect, Environmental Progress, Dansk
Regnbueråd, Gay Men´s Network og fl. til upplýsingafundar varðandi gagnaleka frá Alþjóða
Translækningasamtökunum World Professional Association for Transgender Health, héreftir
WPATH.

Öll skjöl gagnlekans má finna hér: The WPATH Files — Environmental Progress

Þegar skjölin í þessum leka og myndskeið eru skoðuð liggur ljóst fyrir að svokallað transferli
barna byggist allt á ógagnreyndum meðferðum og tilraunastarfsemi sem hefur valdið fjölda
barna varanlegum skaða fyrir utan andlega vanlíðan s.s. beinþynningu, krabbameins, ófrjósemi,
getuleysi á fullorðinsárum og vandræði með að stjórna hægðum og þvagláti.

Í fyrra sleit sænsku læknasamtökin tengsl sín við WPATH eftir að þau kynntu “eunuchs” eða
geldinga sem kynvitund í Standard of Care Vol 8, og í gær sleit írsk heilbrigðisyfirvöld HSE tengsl
sín við WPATH. Irish health service abandons use of WPATH standards after expose of trans
health group’s harms | Human Events | humanevents.com

Í dag sendu Samtökin 22 eftirfarandi erindi til Embættis Landlæknis:

„Í síðustu viku var gerður opinber gagnaleki frá World Professional Association for Transgender
Health, WPATH, á vegum Environmental Progress í samvinnu við önnur félagasamtök þ.á.m.
okkar.

Öll skjöl lekans má sjá hér: The WPATH Files — Environmental Progress

Í lekanum kemur greinilega fram að ALLT TRANSFERLI barna byggist á tilraunastarfsemi og
ógagnreyndum meðferðum og hefur valdið fjölda barna skaða.

Í gær sleit HSE Ireland tengsl við WPATH og Svíar gerðu það sama í fyrra.

Fyrirspurn okkar er því stutt og laggóð: Hvenær mun Embætti Landlæknis slíta öll tengsl við
WPATH og hætta ógagnreyndum meðferðum í tilraunaskyni á börnum á vettvangi svokallaðs
transteymis á BUGL?”

Samtökin 22 – Hagsmunasamtök Samkynhneigðra vonast til að í framtíðinni verði frjóari
jarðvegur í íslensku samfélagi til að ræða þessu mál af heiðarleika.
Íslensk börn eiga einfaldlega miklu betra skilið.

Með vinsemd og virðingu
Eldur Smári Kristinsson
Formaður Samtakanna 22

Skildu eftir skilaboð