Skrípaleikur með íslensku

frettinBjörn Bjarnason, Innlent1 Comment

Björn Bjarnason skrifar:

Í greinargerð íslenskrar málnefndar með málstefnunni segir að mikilvægt sé að íslenska dafni í atvinnulífinu og hverfi ekki úr ýmsum greinum þess. Þetta á ekki við um „harkaraprófin“.

Í íslenskri málstefnu fyrir árið 2021 til 2030 segir að fjölmenningarlegt samfélag viðurkenni rétt fólks sem ekki hefur náð tökum á íslensku til að tjá sig á öllum hugsanlegum vettvangi; sjái íbúum sem ekki hafa náð tökum á íslensku fyrir nauðsynlegum opinberum upplýsingum á móðurmáli þeirra eða öðru tungumáli sem þeir skilja og tryggi þeim þjónustu túlka þegar þess er þörf og geri fólki sem hefur íslensku ekki að móðurmáli kleift að sækja námskeið í íslensku máli, sögu og menningu í vinnutíma sínum.

Frétt Morgublaðsins.

Í frétt Morgunblaðsins þann 12. mars, segir frá því að fjöldi útlendinga sem ekki hefur náð neinum tökum á íslensku taki hér svokallað „harkarapróf“ á íslensku. Prófið veitir réttindi til aksturs leigubíla. Námskeiðið fyrir prófið fer fram á íslensku og prófið sem lagt er fyrir þá sem það þreyta er einnig á íslensku.

Í greinargerð íslenskrar málnefndar með málstefnunni segir að mikilvægt sé að íslenska dafni í atvinnulífinu og hverfi ekki úr ýmsum greinum þess. Þetta á ekki við um „harkaraprófin“.

Í fyrrgreindri frétt kemur fram í samtali við Guðbrand Bogason, skólastjóra Ökuskólans í Mjódd, að innviðaráðuneytið og samgöngustofa hafi ákveðið að ekki þyrfti lengur kunnáttu í íslensku til að þreyta þessi próf. Fréttina má skilja á þann veg að í prófum, sem eru lögð fyrir á íslensku, hafi menn með sér farsíma, sendi mynd af prófinu til einhvers og veiti svör á íslensku þótt þeir kunni ekki neitt í málinu.

„Það er alveg merkilegt hvað mönnum gengur vel að taka prófin þó að þeir skilji ekki mikið í tungumálinu. Mér finnst það mjög skrýtið, þetta eru ekkert eðlileg vinnubrögð. Við höfum ekki vald til að stoppa þetta,“ segir skólastjórinn.

Þá segir í fréttinni:

„Spurningu um hvort það séu fyrirmæli frá Samgöngustofu að menn megi vera með síma í prófunum svarar Guðbrandur þannig: „Það hefur verið samið um það, já.“

Þegar menn skilja hvorki það sem fram fer á námskeiðunum né prófið sjálft, hvernig fara þeir að því að ná prófinu?

„Það er góð spurning,“ segir Guðbrandur og kveðst ekki hafa skýringuna á reiðum höndum. „Ég verð að segja þér alveg eins og er,“ segir hann.“

Fyrsti apríl er ekki fyrr en eftir þrjár vikur svo að þessi frétt er ekki birt til að gabba lesendur. Hún er hins vegar í flokki með öðrum fréttum sem sýna hvernig haldið er á fjölmenningarmálum innan íslenska stjórnkerfisins á miklum umbrotatímum þegar þjóðlífið er að taka á sig nýja mynd.

Við þær aðstæður er ekki skynsamlegasta leiðin að falla frá öllum viðmiðum hvort sem varðar íslenska tungu eða annað. No-borders-stefnan er ekki aðeins hættuleg á ytri landamærunum heldur einnig innan samfélagsins sjálfs.

One Comment on “Skrípaleikur með íslensku”

  1. Það þekkja allir sem fara erlendis ástandið þar sem allskonar mismunandi ó-vandaðir flóttamanna hópar hafa yfirtekið þessi störf og hvert málið af öðru kemur þar á borð yfirvalda sem varðar rán ofbeldi og nauðganir sem eru daglegt brauð frá þessum hópum. Þetta er úræði yfirvalda til þess að þetta lið fái vinnu einhverstaðar. Afar fáir atvinnurekendur vilja nokkuð með þessa araba gera til vinnu eða aðra svipaða vandræða trúarhópa sem auðvitað ekki má nefna á nafn þótt þeir séu með margfalt hærri nauðganna fangelsis atvinnuleysis og glæpatíðni en allir aðrir hópar efnahags og stríðs flóttamanna sama hvaða þjóð það er
    Lítið á og hugsið til allra óeyrðana ofbeldis sprenginga og yfir 60 morð árlega í Svíþjóð.
    Allt tilkomið vegna erlends flóttafólks gengja sem yfirvöld þar eru hreinlega að vernda og þekja í Bómul í fréttaflutningi og með þögguninni sem er viðhöfð gersamlega alstaðar í nafni þess að verið sé að vernda M lima gegn rasisma.
    Verndið íbúa landsins okkar fyrir þessum sí auknu vandamálum og stoppið þessa þróun áður en við verðum nákvæmlega einsmog Svíþjóð. Hættið undirlægjuhættinum fyrir þessum M trúarbragða stefnum og stoppið byggingar Moska og girðið ykkur í brók í þessum málefnum. Og í guðanna bænum hættið að hlusta á snar GA GA fólk eins og frekjudolluna Semu sem verndar eigið fólk út í eitt og er að eyðileggja land þjóð og innviði Íslands í vanda til framtíðar .

Skildu eftir skilaboð