Einn látinn og 20 á gjörgæslu eftir ókyrrð í flugferð

Gústaf SkúlasonErlent, FlugsamgöngurLeave a Comment

Flugvél á leið frá London til Singapúr neyddist til að nauðlenda í Bangkok, höfuðborg Taílands, eftir mikla ókyrrð í lofti. Um 80 farþegar slösuðust, einn þeirra lést í þessari skelfilegu ferð.

Flugvél Singapore Airlines með 221 farþega og 18 manna áhöfn um borð féll 1.800 metra á þremur mínútum í mikilli ókyrrð yfir Andamanhafi – hafinu sem liggur að Indlandshafi.

Að sögn taílenskra yfirvalda eru 20 af alls 80 farþegum sem slösuðust á gjörgæslu. Breskur maður lést líklega vegna hjartaáfalls á meðan ókyrrðin stóð yfir.

Flugvélaframleiðandinn Boeing sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu eftir atburðinn (sjá að neðan). Segist Boeing vera í nánu sambandi við Singapore Airlines og muni veita þeim stuðning. Harma dauða eins farþegans og senda samúðarkveðjur til fjölskyldunnar og segja hug sinn vera með farþegum og áhöfn:

Skildu eftir skilaboð