Þórólfur viðurkennir að Íslendingar voru notaðir sem tilraunadýr

frettinErlent5 Comments

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir viðurkenndi í seinni fréttum á RÚV í gærkvöldi að engar rannsóknar hafi verið gerðar með blöndun bóluefna, svokallaða "mix&match" aðferð og hann viti ekki til þess að það hafi verið gert annars staðar. Með öðrum orðum er hann að segja að Íslendingar hafi verið notaðir sem tilraunadýr með þessa blöndu tveggja ólíkra bóluefna. Hann sagði einnig að slíkar rannsóknir verði sennilega ekki framkvæmdar.

Eins og frettin.is greindi nýlega frá þá hafa a.m.k 15 manns leitað á sjúkrahús vegna hjartavöðvabólgu í kjölfar örvunarskammts, en allir áttu það sameiginlegt að hafa fengið einn skammt af Janssen og annan af annars konar bóluefni, Pfizer eða Moderna.

Þórólfur segir einnig að við séum í miðjum faraldri og að mjög margt sem þau eru að gera byggi ekki á skotheldum vísindalegum rannsóknum því það sé bara hreinlega ekki tími til að bíða eftir stórum rannsóknum, þá er maður búinn að missa af lestinni, bætti hann við.

Margir Íslendingar sem hafa farið í umrædda bólusetningu hafa oft vísað til þess að störf þríeykisins byggi á áreiðanlegum vísindalegum rannsóknum og hlýtur því þessi yfirlýsing Þórólfs að skjóta skökku við og einhverjir hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum að heyra hann tala með þessum hætti.

Þess má geta að í september á síðasta ári sagði Þórólfur að Íslendingar eins og aðrir verði að vera vissir um að bóluefni séu virk og örugg og rannsóknir eigi að tryggja það eins og hægt er.

Fréttin birtist á RÚV og má sjá hér.

Stikla úr viðtalinu er hér fyrir neðan.

5 Comments on “Þórólfur viðurkennir að Íslendingar voru notaðir sem tilraunadýr”

  1. Hann hélt því fram sjálfur að það væri í lagi að Blanda efnunum saman

  2. Janssen var eina bóluefnið sem var unnið með hefðbundnum hætti. Hitt eru allt mRNA bóluefni.

    Spurningin er því hvort þeir sem fengu Janssen geti fengið Janssen örvunarskammt ef svo illa fer að þeir haldi lífi í bóluefnapassanum?

  3. Pingback: Þórólfur gat ekki sagt hvort hann myndi láta bólusetja sig þar sem hann ætti eftir að sjá einhverjar rannsóknir um bóluefnin - Átta vikum síðar hófust bólusetningar gegn Covid19 á Íslandi - mittval.is

Skildu eftir skilaboð