Tveir blaðamenn, þau Maria Ressa frá Filippseyjum og Dimitrí Múratov frá Rússlandi hlutu friðarverðlaun Nóbels í ár. Þetta var tilkynnt af norsku Nóbelsstofnuninni í Osló nú í morgun. Verðlaunin hrepptu þau fyrir baráttu sína fyrir tjáningarfrelsinu í heimalöndum sínum.
Nefndin tilkynnti að þau væru fulltrúar allra fjölmiðlamanna sem standi fyrir tjáningarfrelsinu í heimi þar sem bæði lýðræðið og fjölmiðlafrelsi á undir högg að sækja.
Verðlaunin eru samtals 10 milljónir sænskra króna og voru Ressa og Múratov valin úr 329 manna hópi. Þeir sem einnig voru sagðir koma til greina eru þau Greta Thurnberg umhverfissinni, fjölmiðlasamtökin Reporters Without Borders (RSF) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin.