Skopmyndateiknari rekinn vegna umdeildrar myndar um bólusetningar

frettinErlent

Frægur og umdeildur 76 ára ástralskur skopmyndateiknari, Michael Leunig, hefur verið rekinn úr starfi hjá dagblaðinu The Age eftir 20 ára starf.  Leuning var látinn fara eftir að mynd sem hann teiknaði var ritskoðuð. Á myndinni líkir hann andstöðunni gegn lögboðnum Covid bólusetningum við lýðræðisbaráttuna á Torgi hins himneska friðar.

„Ég er greinilega ekki í takt við lesendahópinn," sagði Leunig í samtali við blaðið The Australian varðandi brottrekstur hans eftir að hafa teiknað umrædda mynd fyrir blaðið.

Skopmyndin sem aldrei birtist í blaðinu er af hans aðal teiknimyndafígúru. Fígúran horfir á skuggamynd af skriðdreka sem í stað skotturns er með sprautu.

Í efra vinstra horni myndarinnar bætti teiknarinn inn hinni frægu mynd af manninum með pokana sem bauð skriðrekunum byrgin á Torgi hins himneska friðar árið 1989.

Leunig birti teikninguna á Instagramsíðu sinni í lok september með orðinu „skipun", eftir að myndinni var hafnað af ritstjóra The Age, Gay Alcorn.

„Það virðist sem svo, að í dagblaðinu The Age, megir þú ekki snerta á Covid sögunni nema frá þeirri hlið sem styður stefnu Viktoríu fylkis í málinu. Styðji maður hana ekki, er það næg ástæða til að vera rekinn," sagði Leunig.

Leunig sagði einnig frá því að 12 aðrar af hans teiknimyndum af sprautum og stjórnvöldum Viktoríu hafi verið ritskoðaðar af blaðinu á þessu ári.

Ritstjóri The Age sagði við blaðamenn The Australian að þeir hafi ekkert á móti ögrandi teikningum. Við hvetjum til fjölbreytni en ég hef áhyggjur af skopmyndum sem gætu túlkast sem  "anti-vaxx," sagði ritstjórinn.

Sjá nánar í Daily Mail.


Image
Michael Leunig, skopmyndateiknari.