Þingmenn Evrópuþingsins fordæma meðferð borgaranna, ,,banna ætti bólusetningaskilríki”

frettinErlent

Fjórir þingmenn Evrópuþingsins héldu blaðamannafund 22. október sl. þar sem þeir gagnrýna harðlega hvernig réttindi og frelsi borgaranna hafa verið fótum troðin í faraldrinum.

Í þessari upptöku af fundinum tekur fyrst til máls þingmaðurinn Christine Anderson frá Þýskalandi. Hún segist ekki hræðast Covid heldur þær ríkisstjórnir sem notfæra sér ástandið til að frelsissvipta borgara sína. Það sem við stöndum fyrir í Evrópu er frelsi, lýðræði og lagareglur, segir Andersen. Það er engin góð ástæða fyrir því að skerða þessi réttindi fólksins. Þetta er hið raunverulega vandamál, gerið fólki skýra grein fyrir því að það skuli ekki sætta sig við þetta stundinni lengur.

Næst tekur til máls Francesa Donato frá Ítalíu og segir að verið sé að brjóta alls kyns réttindi á borgurunum, almenn mannréttindi, rétt til menntunar, jafnrétti, atvinnumöguleika og tjáningarfrelsið. Ítalska ríkisstjórnin og aðrar ríkisstjórnir í Evrópu hafa skyldað borgara sína að vera með rafræn bólusetningaskilríki til að geta sótt viðburði og stundað vinnu og því er verið að þvinga fólk í áhættusama (lyfja)meðferð. Skilum réttindunum aftur til borgarana og hættum að skipta fólki í bólusetta og óbólusetta, komum fram við fólkið eins og manneskjur, segir Donato.

Þar næst tekur til máls Ivan Vilibor Sinčić frá Króatíu og segir það mjög sárt að sjá mannréttindi okkar og lög komin í hættu og því miður er það þannig að í sumum ríkjum Evrópu getur fólk ekki stundað atvinnu án rafrænna bóluefnaskilríkja, ekki sótt viðburði, ekki farið í verslanir eða opinberar byggingar. Við erum aftur á móti að sjá fleiri sannanir fyrir því að þeir sem eru með skilríkin geta sannarlega smitað aðra. Með passanum fær fólk í raun leyfi til að bera smit og sýkja aðra. Passarnir veita falskt öryggi, eru algjörlega órökréttir og óvísindalegir og notkun þeirra þarf að stöðva, segir Sinčić.

Cristian Terhes frá Rúmeníu er fjórði þingmaðurinn sem talar og segir að yfir hann hellist skilaboð frá fólki sem hefur áhyggjur af atvinnumissi þar sem það er ekki með bóluefnaskilríki. Margir hafa þegar fengið Covid og því komnir með mótefni við sjúkdómnum. En öllum er sama, fólk er þvingað til að taka lyf sem það ekki vill, annars mun það missa vinnuna. Er þetta Evrópusambandið sem við viljum," spyr hann í lokin. 

Upptökuna af fundinum má sjá hér.