Fyrrum bæjarfulltrúi Garðabæjar spyr um aðkomu bæjaryfirvalda að Covid bólusetningu barna

[email protected]InnlentLeave a Comment

María Grétarsdóttir, fyrrum bæjarfulltrúi og fyrrum formaður barnaverndarnefndar Garðabæjar, sendi inn erindi til bæjarráðs Garðabæjar þar sem hún spyr um aðkomu bæjaryfivalda að Covid bólusetningum barna.

María óskaði upplýsinga um það hvort bæjaryfirvöld eða stofnanir á vegum bæjarins hafi haft aðkomu eða íhlutun um hvatningu til bólusetninga barna 12-18 ára og hvort bæjaryfirvöld eða stofnanir á vegum bæjarins hyggist hafa aðkomu eða íhlutun um hvatningu til bólusetninga á börnum 5-11 ára.

Fréttablaðið hafði samband við Maríu vegna fyrirspurnar hennar og segist hún vilja sjá á grundvelli hvaða rannsókna og hagsmuna verið sé að bólusetja börnin með Covid ,,bólunefnum.“ 

Bæjarráð vísaði fyrirspurn Maríu til Gunnars Einarssonar bæjarstjóra sem í samtali við Fréttablaðið kveðst ekki enn hafa haft ráðrúm til að kynna sér hvort bærinn hafi að einhverju leyti, til dæmis í skólum bæjarins, hvatt til bólusetninga á þeim aldurshópum sem María spyr um.

„Í fljótu bragði séð finnst mér ekkert endilega skynsamlegt að bólusetning barna færi fram innan skólanna,“ sagði Gunnar bæjarstjóri. „Mér fyndist eðlilegt ef að foreldrar vilja láta bólusetja börnin sín að þá væri það gert kannski í heilsugæslustöð eða íþróttahúsi en ekki endilega inni í skólanum.“

María sagði við Fréttablaðið að hún hafi frétt af því að hjúkrunarfræðingar væru mættir inn í skólana til þess að taka þá út með það í huga hvar þessum bólusetningum verði best fyrir komið í skólunum. Hún segist þó ekki vita til þess að það hafi verið gert í Garðabæ. Sjá nánar í Fréttablaðinu.

Þess má geta að móðir skólabarns í Garðabæ skrifaði í vor opið bréf til skólastjórnenda Flataskóla þar sem hún spurði um tilgang þess að sýna 9 ára börnum mynd um ,,sögu og mikilvægi bólusetninga fyrir börn“ í skólanum, ekki síst í dag þegar gripið hef­ur verið til þess ráðs að reyna mRNA-líf­tækni­meðferð gegn veiru sem vegur ekki fleiri en inflúensa hefur gert í gegnum tíðina, sagði móðirin meðal annars í bréfinu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.