Gos gæti hafist nánast fyrirvaralaust

frettinInnlendarLeave a Comment

Um 1.400 skjálftar hafa verið á Reykjanesi frá miðnætti og sá stærsti mældist 4,5 á Richter. Náttúruvársérfræðingur segir kviku hafa færst norður og nú sé helst útlit fyrir að það gjósi við Meradali.

Staðan er enn óljós en óróapúls mældist við Fagradalsfjall fyrir hádegi í dag, í um hálftíma áður en hann fjaraði út.

Talið hefur verið líklegast að ef annað gos verði komi kvikan upp á sama stað og gaus stóran hluta ársins. Gos gæti þess vegna hafist nánast fyrirvaralaust segir Salome Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Tveir skjálftar fundust vel núna í morgunsárið, í kringum hálf átta.  Sá stærri var 4,2 og sá minni 3,3 og bætir við að sá stærri hafi líklega fundist á öllu suðvesturhorni landsins.

Skildu eftir skilaboð