Elisabet Bretadrottning minnist eiginmanns síns í árlegu jólaávarpi

frettinErlentLeave a Comment

Elísabet Bretadrottning flutti sitt árlega jólaávarp í breska ríkisútvarpinu og sjónvarpinu á jóladag.

Elísabet sagði frá djúpstæðri sorg sinni yfir andláti eiginmanns síns Filippusar prins í ávarpinu og sagði að „einn kunnuglegan hlátur vantaði“ á þessu ári.

Drottningin segir að Fillippus hafi verið uppátækjasamur og forvitinn að eðlisfari og að brosið hafi alltaf verið jafn bjart, alveg til æviloka rétt eins þegar hún sá hann fyrst. Hún bætti við að hún hefði samkennd með fjölskyldum sem hefðu misst ástvini sína á þessu ári.

Drottningin hrósaði einnig prinsinum af Wales og eiginkonu hans, hertogaynjunni af Cornwall og hertoganum og hertogaynjunni af Cambridge fyrir áherslu þeirra á loftslagsbreytingar.

Hún segist vera stolt yfir því að umhverfisstarfi sem Filippus prins hafi tekið að sér sem hafi verið framfylgt af elsta syni þeirra Charles og elsta syni hans Vilhjálmi.

Athygli vekur að Elísabet minntist ekki einu orði á yngri son sinn Andrew prins, né Harry prins eða Meghan Markle í níu mínútna ræðu, en þremenningarnir hafa allir sagt sig frá hinu konunglega embætti.

Hér fyrir neðan má sjá ávarpið í heild sinni.


Skildu eftir skilaboð