Um þúsund farþegar skemmtiferðaskips fengu ekki að fara frá borði á jóladag

thordis@frettin.isErlentLeave a Comment

Rúmlega 1.000 bandarískir farþegar þurfa að eyða jóladegi um borð í skemmtiferðaskipinu MS Koningsdam eftir að yfirvöld í Mexíkó stöðvuðu farþegana í að fara frá borði þar sema 21 áhafnarmeðlimur hafði greinst með Covid.

Skipið sigldi frá San Diego í Kaliforníu á sunnudag með viðkomu í mexíkósku borgunum Los Cabos og Mazatlán áður en það kom að strönd Puerto Vallarta á fimmtudaginn um klukkan 7:30 að morgni.

Heilbrigðiseftirlitið í Jalisco íhugaðu í fyrstu að leyfa þeim farþegum að fara frá borði sem gætu sýnt fram á neikvætt Covid próf, sagði mexíkóski fréttamiðillinn Milenio.

En embættismenn breyttu snarlega um skoðun vegna ótta um að sýkingin hefði mögulega náð til fleiri en 21 áhafnarmeðlims.

„Þessi valkostur var útilokaður þar sem heilbrigðisreglur gefa til kynna að enginn megi fara frá borði þegar jákvæð tilfelli eru um borð í skipinu, og var því að lokum ákveðið að hleypa ekki frá borði,“ sagði í yfirlýsingu frá heilbrigðiseftirlitinu.

Ákvörðunin hefur valdið ergelsi meðal farþega og tók einn þeirra mynd af strandlengjunni og sagði á facebok:

„Mexíkósk yfirvöld munu ekki hleypa neinum frá borði af skemmtiferðaskipinu okkar, Koningsdam. Sumir áhafnarmeðlimir sem eru fullbólusettir greindust smitaðir við Covid. Skipið er aftur á leið út á haf.“

Til að mega sigla með skemmtiferðaskipinu þarf að framvísa vottorði um Covid bólusetningu og neikvæðu Covid prófi.

The Daily Mail.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *