Að minnsta kosti sjö eru látnir og níu slösuðust alvarlega eftir að hluti úr stórum klettavegg hrundi ofan á tvo báta með ferðamönnum á vinsælum útsýnisstað í suðausturhluta Brasilíu.
Yfirvöld segja að þriggja manna sé enn saknað og kafarar leita enn í vatninu.
Það var um hádegi í gær sem kletturinn gekk úr berginu og lenti ofan á þremur bátum fólks sem hafði gert sér helgarferð að Furnas-vatni, sem er eftirsóttur ferðamannastaður í Brasilíu til að skoða klettaveggi, hella og fossa sem umkringja hið græna Furnas-vatn, en það varð til eftir að samnefnd vatnsaflsvirkjun var reist.
Yfirvöld sögðu að að minnsta kosti 32 manns hafi verið fluttir á sjúkrahús og níu eru enn að jafna sig af alvarlegum meiðslum.
Fólkið sem er á sjúkrahúsi eftir slysið er beinbrotið og einn liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi með höfuð- og andlitsáverka.
Myndskeið af atvikinu fylgir hér að neðan.
One Comment on “Klettur hrundi á tvo báta á vinsælum ferðmannastað – sjö látnir og þriggja saknað”
En hve margir þeirra látna voru bólusettir?