Klettur hrundi á tvo báta á vinsælum ferðmannastað – sjö látnir og þriggja saknað

frettinErlent1 Comment

Að minnsta kosti sjö eru látnir og níu slösuðust alvarlega eftir að hluti úr stórum klettavegg hrundi ofan á tvo báta með ferðamönnum á vinsælum útsýnisstað í suðausturhluta Brasilíu.

Yfirvöld segja að þriggja manna sé enn saknað og kafarar leita enn í vatninu.

Það var um há­degi í gær sem klett­ur­inn gekk úr berg­inu og lenti ofan á þrem­ur bát­um fólks sem hafði gert sér helg­ar­ferð að Furn­as-vatni, sem er eftirsóttur ferðamannastaður í Brasilíu til að skoða kletta­veggi, hella og fossa sem um­kringja hið græna Furn­as-vatn, en það varð til eft­ir að sam­nefnd vatns­afls­virkj­un var reist.

Yfirvöld sögðu að að minnsta kosti 32 manns hafi verið fluttir á sjúkrahús og níu eru enn að jafna sig af alvarlegum meiðslum.

Fólkið sem er á sjúkrahúsi eftir slysið er beinbrotið og einn liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi með höfuð- og andlitsáverka.

Mynd­skeið af at­vik­inu fylg­ir hér að neðan.


One Comment on “Klettur hrundi á tvo báta á vinsælum ferðmannastað – sjö látnir og þriggja saknað”

Skildu eftir skilaboð