Ráðist að frönskum þingmanni fyrir framan heimili hans

frettinErlent1 Comment

Mótmæli gegn bóluefnapassanum eru farin að færast á annað stig. Ráðist var að franska þingmanninum Stephane Claireaux, sem er meðlimur stjórnarflokks Emmanuel Macron forseta, La Republique En Marche, fyrir fram heimili hans.

Stephane Claireaux er þingmaður á eyjunni Saint-Pierre Miquelion sem er sjálfstjórnarhérað undir stjórn Frakklands rétt undan ströndum Nýfundnalands.

Fjöldi fólks hafði farið um götur bæjarins þar sem þingmaðurinn býr til að mótmæla bóluefnapassanum þegar hluti hópsins fór að heimili þingmannsins. Þegar Stephane Claireaux kom út til að ræða við mótmældur köstuðu þeir að honum mold eins og sjá má á myndskeiði hér sem birt var á samfélagsmiðlum.

Síðastliðna mánuði hafa mótmæli gegn upptöku bólusetningapassans smátt og smátt verið að aukast víða um Evrópu og er þessi árás við heimili þingmannsins ein birtingarmynd þeirrar miklu ónægju meðal almennings.

Undanfarið hefur það færst í vöxt í Frakklandi að þingmönnum sem styðja aðgerðir stjórnvalda hafi verið hótað og hefur þingið gripið til þeirra ráðstafana að skipa sérstakan starfsmann til að aðstoða þingmenn sem orðið hafa fyrir hótunum.

Franskir ráðamenn sem styðja aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa fordæmt árásina harðlega.

Heimild.

One Comment on “Ráðist að frönskum þingmanni fyrir framan heimili hans”

  1. Vel gert! Þó það sé flott hjá þeim að ráðast á hann, er ekki bara árangursríkast að sprauta einum booster í Stefán. Þá heyrir hann sögunni til.

Skildu eftir skilaboð