Jóhannes Björn Lúðvíksson látinn

frettinInnlendarLeave a Comment

Jóhannes Björn Lúðvíksson, samfélagsgagnrýnir og rithöfundur bókarinnar Falið Vald, varð bráðkvaddur, á heimili sínu í New York borg sunnudaginn 13. mars.

Jóhannes lætur eftir sig einn son, Róbert Jóhannesson, sem hann átti með Þóru Ásbjörnsdóttur, og eiginkonu sína Beth Sue Rose.

Jóhannes sem var 73 ára þegar hann lést var einn efnilegasti skákmaður sinnar kynslóðar og tefldi á Evrópumóti unglinga í Amsterdam árið 1969. Hann varð Reykjavíkurmeistari í skák 16 ára gamall. 

Skildu eftir skilaboð