Þriðji atvinnu hjólreiðamaðurinn í þessum mánuði fær hjartaáfall

frettinInnlendarLeave a Comment

Belgíski hjólreiðamaðurinn Cédric Baekeland lést eftir hjartaáfall í æfingabúðum Mallorca, 28 ára gamall.

Baekeland, sem er frá belgísku borginni Roeselare, hjólaði fyrir liðið Boby & Bike-BMB Boekhouding og hafði verið á Mallorca síðan 12. mars. Baekeland og félagar voru að undirbúa sig fyrir upphaf belgíska hjólreiðatímabilsins sem hefst 26. mars í Slypskapelle í Belgíu.

En  þann 14. mars, fékk Baekeland hjartaáfall. Honum tókst að vekja herbergisfélaga sinn áður en hann hneig niður en því miður tókst ekki að endurlífga hann.

Samkvæmt belgíska fréttamiðlinum Nieuws Blad hafði Baekelend aðeins nýlega tekið upp íþróttin,  eftir að hafa spilað fótbolta fyrir bæði KSV Roeselare og Club Roeselare.

Þann 9. mars var síðan greint frá því að skoski hjólreiðamaðurinn John Paul hafi verið bráðkvaddur 28 ára að aldri og mánudaginn 21. mars fékk spænski hjólareiðakappinn Sonny Colbrelli, 31 árs, hjartaáfall í lok Catalunya hjólreiðakeppninnar. Hann var endurlífgaður á staðnum.

Þann sama dag, 21. mars, varð spænska tennisstjarnan Rafael Nadal að gera tvö leikhlé vegna brjóstverkja og öndunarerfiðleika.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð