18 flugfélög, FDA og DOT eiga von á málsókn vegna skyldubólusetninga

frettinErlentLeave a Comment

„Lögmaður John Pierce frá Kaliforníu sem höfðaði málsókn fyrir hönd fjölda flugmanna og flugfreyja fyrr í þessum mánuði gegn Atlas Air segist ætla að höfða svipuð mál gegn bandarísku alríkisflugmálastofnuninni (FAA), Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna (DOT) og 18 helstu flugfélögum Bandaríkjanna vegna COVID-19 skyldubólusetninga þeirra.“ segir á miðlinum Defender.

Lögmaðurinn John Pierce frá Kaliforníu segir að skyldan sem þessar stofnanir hafa sett á starfsmenn flugfélaganna sé brot á trú-og heilsufrelsi þeirra, hvorttveggja stjórnarskrárvarinn réttur fólksin.

Pierce höfðaði fyrstu málsóknina fyrir hönd starfsmanna Atlas Air og U.S. Freedom Flyers (USFF), samtaka sem eru á móti skyldubólusetningum og grímuskyldu flugfélaga. Málsóknin sem höfðuð var fyrir héraðsdómi Bandaríkjanna í Flórída inniheldur 100 stefnendur, sem flestir eru óbólusettir flugmenn og flugfreyjur.

Atlas Air er eitt stærsta flugfrakfélag í flugiðnaðinum og stærsti flugrekandi í heimi á Boeing 747 flugvélum.




Skildu eftir skilaboð