„Gulldrengirnir“ Rutte og Trudeau með sama handritið vegna mótmælenda?

frettinErlentLeave a Comment

Það var í byrjun júlí sl. sem þáttastjórnandi Sky News í Ástralíu kallaði Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og Mark Rutte forsætisráðherra Hollands gulldrengina hans Klaus Schwab, leiðtoga milljarðamæringanna í World Economic Forum (WEF), sem stefna að heimsyfirráðum, eftirliti með þegnum heimsins og afnámi þjóðríkjanna eins og við þekkjum þau í dag.

Þáttastjórnandinn benti þá á að líkindin milli Kanada og Hollands væru jafn undraverð og þau væru truflandi.

Tíst Rutte um „lítinn hóp“ og „óviðunandi“ mótmæli

Þessi líkindi komu enn og aftur í ljós í tísti Mark Rutte forsætisráðherra frá því núna í lok júlí, vegna mótmæla bændanna í Hollandi vegna áforma ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem mun valda fækkun þeirra í þúsundum talið og eignaupptöku á landi þeirra og matarskorti, þegar hann sagði:

„Mótmæli lítils hóps bænda á þjóðvegum í gær og í morgun eru óviðunandi. Að stofna öðrum viljandi í hættu, skemma innviði okkar og ógna fólki sem hjálpar til við að þrífa, er yfir öll mörk. Tilkynntu hótun,“ skrifaði Rutte. [þýtt úr hollensku]

„Þessar lífshættulegu aðgerðir verða að hætta. Það eru margar aðrar leiðir til að tjá óánægju þína innan laga. Það gera flestir bændur líka.“

Ummæli Rutte koma þegar hollenska uppreisnin nær nýjum hæðum, þar sem bændur stíga fram og kveikja í miklu heyi og dreifa mykjuhaugum meðfram vegum.

Mótmælin hafa leitt til algjörrar lokunar á nokkrum stórum þjóðvegum og hefur þurft m.a. slökkviliðsmenn og fleiri til að opna vegina.

Staðan í Hollandi er orðin sú að Rutte getur ekki hunsað bændur lengur. Hann þarf að bregðast beint við og þarna valdi hann að feta þá ótryggu leið sem Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fór; að gera lítið úr og rægja mótmælendur.

Rutte með handrit frá WEF? - líkindi við ummæli Trudeau

Þessi ummæli Rutte á Twitter eru ótrúlega lík ræðu Trudeau, félaga hans í WEF, fyrr á þessu ári þar sem Tudeau kallaði friðsamlega vörubílstjóra sem nutu stuðnings milljóna manna um allan heim „lítinn jaðar minnihlutahóp“ með „óviðunandi skoðanir“.

„Hinn litli jaðarminnihluti fólks sem er á leið til Ottawa, sem hefur óviðunandi skoðanir sem hann er að láta í ljós, er ekki fulltrúi fyrir skoðanir Kanadamanna,“ sagði Trudeau í janúar.

„[Kanadamenn] sem hafa verið til staðar fyrir hvern annan, sem vita að að fylgja vísindunum og stíga upp til að vernda hver annan er besta leiðin til að halda áfram að tryggja frelsi okkar, réttindi okkar, gildi okkar sem lands.

Þessi aðferð Trudeau virkaði ekki og flutningabílstjórarnir dvöldu í Ottawa í næstum mánuð áður en óeinkennismerkt lögreglusveit var kölluð erlendis frá til að brjóta mótmælin á bak aftur. Fólk sá í gegnum þetta og Trudeau varð tilefni alþjóðlegs háðs og fordæmingar.

Flestar takmarkanir voru felldar niður í Kanada á meðan á mótmælunum stóð og þrátt fyrir að sumar standi enn eftir, tókst vörubílstjórunum að binda að mestu leyti enda á COVID hysteríuna sem ríkti í Kanada.

Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort hollenskir bændur geti sömuleiðis náð árangri í Hollandi, en fámenn eru mótmælin alls ekki, eins og sjá má m.a. hérna.


Skildu eftir skilaboð