Justin Bieber hefur aflýst öllum tónleikum sem eftir voru af tónleikaferðalagi hans þar sem hann glímir enn við heilsuleysi og hefur tilkynnt að hann ætli að setja heilsuna í forgang.
Bieber hafði áður aflýst 12 tónleikum í október en átti að byrja aftur og vera með sýningu í Dubai síðar í þessum mánuði. En nú hefur öllum sýningum verið opinberlega frestað til næsta árs, án frekari upplýsinga um frekari dagsetningar.
Bieber greindi frá því á dögunum að hann hafi greinst með Ramsay Hunt taugasjúkdóminn sem leggst aðallega á andlit og þá sérstaklega munn og eyru.
Í mars sl. var einnig greint frá því að eiginkona hans hefði fengið blóðtappa í heila.
Miðillinn Independent segir frá og birtir myndband þar sem söngvarinn segir frá veikindum sínum sem þó er ekki nýtt heldur frá því í júní síðastliðnum.
One Comment on “Justin Bieber aflýsir öllum tónleikum – glímir enn við taugasjúkdóm”
Justin Biber og konan hans geta þakkað heftar lömunina og heilablóðfallið Bill Gates sprautunum.
Hvað fékkst þú annars margar Bill Gates sprautur?
Þetta er martröð og ekkert annað.