Ný stefna á Twitter er að fylgja vísindunum og leyfa gagnrýni og efasemdir

frettinSamfélagsmiðlar, Vísindi4 Comments

Elon Musk, eigandi Twitter, tilkynnti í dag um nýja stefnu á samfélagsmiðlinum og hún er „að fylgja vísindunum,“ sem felur þó einnig í sér að leyfa gagnrýni og efasemdir á vísindin.

Þetta tilkynnti Musk í dag:

Hér er um töluverða breytingu að ræða þar sem fyrrum stjórnendur Twitter bældu niður efasemdir um Covid vísindin, og útilokuðu lækna og sérfræðinga sem töluðu gegn hinni opinberu stefnu og skýringum sóttvarnayfirvalda á Covid sýkingum, bóluefnum, lyfjameðferðum, PCR prófum, lokunaraðgerðum o.fl.

Meðal þeirra sem Twitter lokaði á eru hjartalæknirinn og faraldsfræðingurinn Dr. Peter McCullough, Dr. Robert Malone, oft nefndur „faðir mRNA tækninnar,“ Dr. Brian Tyson og Dr. Vladimir Zelenko, best þekktur sem höfundur lyfjameðferðar sem Trump forseti var settur á þegar hann fékk Covid, Zelenko protocol.

Dr. Zelenko hélt því meira að segja fram að stjórnmálamenn í Ísrael hafi sjálfir notað meðferðina en bönnuðu almenningi að gera hið sama.

Þrír þessara lækna (Zelenko er látinn) hafa höfðað mál gegn Twitter fyrir að loka á sannar upplýsingar frá þeim.

https://mobile.twitter.com/ProdromouPaula/status/1544786075226341378

4 Comments on “Ný stefna á Twitter er að fylgja vísindunum og leyfa gagnrýni og efasemdir”

  1. Takk á Fréttina fyrir hugulsemina að birta ekki enn eina fábjánamyndina af Muskinu.

    Þessa dagana gengur mikið kuldakast yfir norðvesturhluta BNA, sem nær reyndar langt á suðuraustur bóginn líka.
    Viðurkennt er nú þegar að margir tugir hafi farist, einkum fólk sem hafa orðið innlyksa í bílum sínum, sem fennt hefur í kaf.

    Langhættulegastir að þessu leyti eru TESLA-bílarnir, sem Muskið átti fyrst of fremst að hafa auðgast á, því þegar rafgeymarnir í þeim tæmast, þá læsist hurðarbúnaðurinn þannig að fólk kemst hvorki útúr farartækinu né inní það. Sumir, sem sluppu naumlega úr þessari lífshættu, reyndu að hringja í fyrirtækið eða senda þangað skilaboð með tölvupósti, en lentu þá á enn fleira Muski, nefnilega sjálfvirkum símsvörum og boðtækjum, en engin leið var að ná þar í raunverulega lifandi manneskju, úr holdi og blóði.

    Gæti fyrsta tilfellið af þessu tagi bráðum verið í uppsiglingu á Íslandi ?

  2. Að fylgja vísindunum feli ,,einnig“ í sér að leyfa gagnrýni og efasemdir?

    Að fylgja vísindunum felur þetta óhjákvæmilega í sér,

    enda er það einmitt það sem Musk segir.

  3. Þeir sem trúa þessu eru komnir ansi stutt í samsæris ransóknum. Það er sennilega fólkið semtrúir því að Trump sé einhver bjargvættur. Maðurinn sem hleypti öllu af stað með “operation warp speed”. Musk er af sama sauðahúsinu. Samkvæmt mínum heimildum keypti hann Twitter með sölu á mengunarkvóta. Það hljómar allavega líklega.
    Musk mun líklega láta sökudólgana semja gagnrýnina sjálfa. Það verður náttúrulega að bregðast við því hversu augljós ritskoðunin var orðin.

  4. Björn Jónsson. Þú veist að það þarf að minnka CO2 og að mannfólkið er CO2, eins og Kill Bill hefur nefnt við fjárfesta. Þetta er kallað “disaster capitalism”.

Skildu eftir skilaboð