Fréttin sagði nýlega frá því að kanadískur, fyrrum hermaður er lamaðist á fótum eftir slys í herþjálfun hafi sótt um aðstoð við að koma upp hjólastólalyftu heima hjá sér en var boðið tæki til líknardráps er hann sótti um aðstoðina. Þremur öðrum fyrrum hermönnum hafði verið boðið hið sama. Málið vakti töluverða athygli enda hafa líknardráp í Kanada aukist mikið undanfarin ár og fleiri og fleiri hópar, svo sem fátækir og heimilislausir eiga rétt á líknaraðstoð.
Í Kanada voru skráð 10,064 líknardráp á árinu 2021 og hafði þeim fjölgað um 32% frá árinu á undan. Myndin sýnir þróun á fjölda líknardrápa síðustu árin:
Lögin útvíkkuð
Bandaríski þáttastjórnandinn Tucker Carlson fór yfir þessa þróun mála í Kanada þar sem hann tók sem dæmi 23 ára gamlan Kanadamann. Ungi maðurinn er þunglyndur, með sykursýki og á ekki kærustu. Einungis á þeim grundvelli hefur læknir samþykkt að aðstoða manninn við sjálfsmorð.
Í mars er búist við nýjum lögum í Kanada sem heimila að þunglynd börn verði drepin af læknum án samþykkis foreldra. Þetta ræddi Tucker meðal annars við prófessor í hugvísindum, Charles Camosy, í viðtali sem má hlusta á hér: