Tíu dæmi um upplýsingaóreiðu heilbrigðisyfirvalda og COVID sérfræðinga

frettinCOVID-19, Heilbrigðismál, UpplýsingaóreiðaLeave a Comment

Eftir Marty Makary skurðlækni og prófessor við læknadeild John Hopkins háskólans:

Dr Marty Makary

Undanfarnar vikur hefur röð rannsókna sem virtir vísindamenn hafa birt afhjúpað sannleikann um heilbrigðisfulltrúa í COVID faraldrinum. Oft höfðu þeir rangt fyrir sér.

Svo það sé á hreinu, höfðu heilbrigðisfulltrúar ekki endilega rangt fyrir sér varðandi leiðbeiningar sem byggðar voru á gögnum sem þekkt voru á sínum tíma. Það er skiljanlegt, maður styðst við þau gögn sem eru til.

Nei, yfirvöld höfðu rangt fyrir sér vegna þess að þau neituðu að breyta tilskipunum og leiðbeinginum sínum í ljósi nýrra sönnunargagna. Þegar rannsóknir studdu ekki stefnu þeirra, vísuðu þeir henni á bug og ritskoðuðu og gerðu lítið úr andstæðum skoðunum.

Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC) réðst á sjálfar rannsóknirnar með því að gefa út sínar eigin gölluðu rannsóknir í þeirra eigin óritrýndu læknatímariti, MMWR.

Þegar öllu er á botninn hvolft dreifðu heilbrigðisfulltrúar með virkum hætti röngum upplýsingum sem eyðilögðu mannslíf og skemmdu að eilífu traust almennings á læknastéttinni.

Tíu atriði sem heilbrigðisyfirvöld notuðu til að afvegaleiða Bandaríkjamenn

Misvísandi upplýsingar  #1: Náttúrulegt ónæmi veitir litla vernd miðað við ónæmi frá bóluefninu

Rannsókn sem birtist læknaritinu Lancet skoðaði 65 stórar rannsóknir í 19 löndum um náttúrulegt ónæmi. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að náttúrulegt ónæmi væri að minnsta kosti jafn áhrifaríkt og upphaflega COVID bóluefnið.

Reyndar voru þau vísindagögn til staðar allan tímann, úr 160 rannsóknum, þrátt fyrir að niðurstöður þessara rannsókna brjóti í bága við stefnu Facebook um „rangar upplýsingar“. Að þessu komust líka nánast allir starfandi læknar á fyrstu 18 mánuðum COVID-faraldursins.

Flestir Bandaríkjamenn sem voru reknir fyrir að taka ekki COVID bóluefnið voru þá þegar með mótefni en það var mótefni sem stjórnvöld tóku ekki mark á.

Misvísandi upplýsingar #2: Grímur koma í veg fyrir COVID smit

Cochran umsagnir eru taldar áreiðanlegasta og óháðasta matið á læknisfræðilegum sönnunargögnum. Og ein þeirra sem gefin var út í síðasta mánuði af mjög virtu rannsóknarteymi í Oxford komst að því að grímur höfðu engin veruleg áhrif á COVID smit.

Þegar forstjóri CDC, Dr. Rochelle Walensky, var spurð um þessa niðurstöðu gerði hún lítið úr henni og hélt því fram að hún væri gölluð vegna þess að hún innihélt  slembiraðaðar samanburðarrannsóknir. En það var reyndar helsti styrkleiki rannsóknanna. Slembiraðarar rannsóknir er hinn gullni staðall þegar kemur að læknisfræðilegum sönnunargögnum.

Ef öll sú orka sem lýðheilsuyfirvöld notuðu til fá börn til vera með grímur, hefði verið nýtt til að draga úr offitu barna með því að hvetja til útivistar, þá værum við betur sett.

Misvísandi upplýsingar #3: Skólalokanir draga úr COVID smitum

CDC hunsaði reynslu Evrópu af því að halda skólum opnum,og flestir þeirra voru ekki með grímuskyldu. Smittíðnin var ekkert öðruvísi. Þetta var sannað í rannsóknum sem gerðar voru á Spáni og í Svíþjóð.

Misvísandi upplýsingar #4: Hjartavöðvabólga af bóluefninu er sjaldgæfari en hjartavöðvabólgu af sýkingu

Heilbrigðisfulltrúar gerðu lítið úr áhyggjum af hjartavöðvabólgu af völdum bóluefnis og vísuðu í illa gerðar rannsóknir.  Fjöldinn allur af vel gerðum rannsóknum sagði hið gagnstæða. Við vitum núna að hjartavöðvabólga er 6 til 28 sinnum algengari eftir COVID bóluefnið en eftir sýkingu meðal 16 til 24 ára karla.

Tugþúsundir barna hafa líklega fengið hjartavöðvabólgu, aðallega einkennalausa, af COVID bóluefninu sem þau þurftu ekkert á að halda vegna þess að þau voru alveg heilbrigð eða vegna þess að þau höfðu þegar fengið COVID.

Misvísandi upplýsingar #5: Ungt fólk nýtur góðs af bólusetningu

Örvunarskammtar drógu úr sjúkrahúsinnlögnum hjá eldra fólki og þeim sem voru í áhættuhópum. En sönnunargögn voru aldrei til staðar um að örvunarskammtar lækkuðu COVID-dánartíðni hjá ungu, heilbrigðu fólki.

Það er líklega ástæðan fyrir því að CDC kaus að birta ekki gögn sín um sjúkrahúsinnlagnir meðal „örvaðra“ Bandaríkjamanna undir 50 ára aldri, þegar stofnunin birti samskonar gögn fyrir 50 ára og eldri.

Þrýstingur frá Hvíta húsinu til að mæla með örvunarskömmtum fyrir alla var svo mikill að tveir helstu bóluefnasérfræðingar FDA (lyfja-og matvælaeftirlitið) yfirgáfu stofnunina í mótmælaskyni og skrifuðu harðorðar greinar um hvernig gögnin studdu það ekki að ungu fólki yrðu gefnir örvunarskammtar.

Misvísandi upplýsingar# 6: Skyldubólusetningar hækkuðu bólusetningahlutfall

Joe Biden forseti og aðrir embættismenn kröfðust þess að óbólusettir starfsmenn, óháð áhættu viðkomandi eða náttúrulegu ónæmi, yrðu reknir.

Þeir kröfðust þess að hermenn yrðu látnar hætta störfum og hjúkrunarfræðingum sagt upp störfum í miðri manneklu á sjúkrahúsum. Skyldan var byggð á þeirri kenningu að bólusetning drægi úr smittíðni, kenning sem síðar reyndist röng. Og eftir að augljóst var að bólusetning minnkaði ekki smittíðni var bólusetningaskyldunni samt sem áður haldið áfram og er sumstaðar enn í gildi.

Nýleg rannsókn frá George Mason háskólanum sýnir hvernig bólusetningaskylda í níu helstu borgum Bandaríkjanna höfðu engin áhrif á bólusetningatíðni. Skyldubólusetningar höfðu heldur engin áhrif á smittíðni.

Misvísandi upplýsingar #7: Að COVID komi frá Wuhan rannsóknarstofunni er samsæriskenning 

Google viðurkenndi að hafa bælt niður leitarniðurstöður um „rannsóknarleka“ kenninguna meðan á faraldrinum stóð.

Dr. Francis Collins, yfirmaður National Institute of Health (NIH), hélt því fram (og gerir enn) að hann tryði því ekki að veiran kæmi frá rannsóknarstofu.

Yfirgnæfandi sönnunargögn benda til þessi að uppruninn sé leki úr rannsóknarstofu. Tveir virtir veirufræðingur kynntu þennan uppruna fyrir Dr. Anthony Fauci á fundi í janúar 2020, fundi sem Fauci kallaði saman í  upphafi faraldurs.

Samkvæmt skjölum sem Bret Baier fréttamaður hjá sjónvarpsstöðinni Fox News fékk í hendur, sögðu fræðingarnir við Fauci og Collins að veiran gæti verið upprunnin á rannsóknarstofunni og henni hafi verið breytt þar. Skyndilega breyttu þessir vísindamenn um stefnu í opinberum umræðum, aðeins fáeinum dögum eftir fundinn með þessum tveimur embættismönnum NIH, Fauci og Collins.

Veirufræðingunum tveimur var síðar úthlutað næstum 9 milljónum dollara styrk frá NIH, stofnuninni sem Fauci stýrði.

Misvísandi upplýsingar #8: Það var mikilvægt að fá annan bóluefnaskammt þremur eða fjórum vikum eftir fyrsta skammtinn

Gögnin voru skýr srax um vorið 2021, aðeins mánuðum eftir að bóluefnið var sett í umferð. Það að hafa þriggja mánaða bil milli skammta dregur úr tíðni fylgikvilla og eykur ónæmi. Að hafa meiri tíma á milli skammta hefði líka bjargað fleiri mannslífum þegar Bandaríkin voru með takmarkað framboð bóluefna og faraldurinn stóð sem hæst.

Misvísandi upplýsingar #9: Gögn um tvígilda bóluefnið eru „kristaltær“

Þessi frægu orð lét Dr. Ashish Jha, Covid-viðbragðsstjórnandi Hvíta hússins, falla. Hann sagði þetta þrátt fyrir að tvígilda bóluefnið hafi aðeins verið samþykkt eftir prófanir á átta músum.

Hingað til hefur aldrei verið gerð slembiröðuð samanburðarrannsókn á tvígilda bóluefninu. Að mínu mati eru gögnin kristaltær. Ungt fólk á ekki að fá tvígilda bóluefnið. Það hefði líka hlíft mörgum börnum við hjartavöðvabólgu.

Misvísandi upplýsingar #10: Einn af hverjum fimm einstaklingum fær „langvarandi COVID“

CDC heldur því fram að 20% af COVID-sýkingum geti leitt til langvarandi COVID. En bresk rannsókn leiddi í ljós að aðeins 3% COVID-sjúklinga voru með einkenni sem stóðu yfir í 12 vikur. Hvað skýrir mismuninn?

Það er oft eðlilegt að upplifa væga þreytu eða máttleysi í margar vikur eftir að hafa verið veikur, óvirkur og borðað lítið eða illa. Að kalla þessi tilvik „langvarandi COVID“ er sjúkdómsvæðing á hefðbundnu ferli.

Engin afsökunarbreiðni

Það sem er ótrúlegast við allar þær röngu upplýsingar sem CDC og embættismenn í heilbrigðisgeiranum hafa sett fram er að það hefur ekki verið beðist afsökunar áað hafa haldið fast í tilmæli frá þeim, löngu eftir að gögn komu fram sem sýndu að þau höfðu algjörlega rangt fyrir sér.

Snemma í faraldrinum, í fjarveru góðra gagna, völdu opinberir heilbrigðisfulltrúar leið hinnar ströngu forræðishyggju.

Í dag eru þeir að afneita „heilu fjalli“ af rannsóknum sem sýna að þeir höfðu rangt fyrir sér. Í það minnsta ætti CDC að koma hreint fram og FDA ætti að setja viðvörunarmerki á  COVID bóluefnin, þar sem skýrt kemur fram það sem nú er vitað um þau. Þeir sem afvegaleiddu okkur ættu að viðurkenna mistök sín, það væri fyrsta skrefið til að endurreisa traust.

Marty Makary MD, MPH er prófessor við læknadeild Johns Hopkins háskólans og höfundur bókarinnar „The Price We Pay“.  Greinin birtist í New York Post 27. febrúar 2023.

Skildu eftir skilaboð