‘Net Zero’ loftslagsstefnunni mótmælt í Hollandi

frettinLoftslagsmál, MótmæliLeave a Comment

Laugardaginn 11. mars ætla hollenskir bændur og almennir borgarar að safnast saman í Haag í Hollandi til að mótmæla „geggjuðum áformum“ ríkisstjórnar Hollands um að taka 3000 bændabýli eignarnámi.

Hollensk stjórnvöld eru að þrýsta Net Zero loftslagsstefnunni upp á hollenska bændur sem hafa eytt mánuðum í að spyrna á móti með friðsamlegum mótmælaaðgerðum. Stefnan gengur út á að takmarka kolefnis- og köfnunarefnislosun frá býlum þeirra sem mun leiða til gjaldþrota flestra bænda í landinu.

Fréttamiðillinn Rebel News verður á staðnum til að fjalla um mótmæli bændanna gegn áætlun stjórnvalda. Meðal ræðumanna verður hollenski lögfræðingurinn og baráttukonan Eva Vlaardingerbroek sem sagði frá því í dag að þýskir vatnsdælubílar hafi sést á þjóðveginum til Haag, þar sem mótmælin verð haldin. Fyrr í vikunni tilkynnti borgarstjórinn í Haag að til greina komi að senda herbíla.

Svona lítur „rétturinn til að mótmæla“ út í okkar „frjálslyna lýðræðin“, skrifaði Eva á Twitter og birti myndir af bifreiðunum.

Eva hefur sagt „nítrógenkrísan“ sem hollensk stjórnvöld nota sem átyllu til að setja hömlur á landbúnað í Hollandi væri tilbúningur og raunverulega ástæðan væri sú að ríkið væri að stela landinu af bændunum. Hömlurnar sem ríkið er að setja á bændur mun gera þá flesta gjaldþrota. 

Reiknað er með miklum fjölda fólks á viðburðinn.

Skildu eftir skilaboð