Flestir vilja sjá Arnar Þór sem forseta samkvæmt skoðanakönnun DV

frettinInnlent, Kosningar6 Comments

Arnar Þór Jónsson lögmaður og forsetaframbjóðandi, er með afgerandi forskot á aðra frambjóðendur ef marka má skoðanakönnun DV sem tekin var á dögunum.

Þegar hafa fjórir einstaklingar tilkynnt formlega um framboð. Það eru þau Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon, Sigríður Hrund Pétursdóttir og Tómas Logi Hallgrímsson. Arnar Þór fékk jafnframt afar góða kosningu í fyrri könnuninni.

Samkvæmt núverandi tölum hefur Arnar Þór fengið 3697 atkvæði sem gera 24.6% atkvæða. Þar á eftir kemur Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur með 2404 atkvæði og í þriðja sæti er Eyjólfur Guðmundsson, fráfarandi rektor á Akureyri sem fær 2202 atkvæði, en hvorugir þeirra síðarnefndu hafa tilkynnt formlega um framboð.

Framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl næstkomandi og því gæti einhverjar vikur en verið í að formlegt framboð þessara einstaklinga láti á sér kræla.

Könnunin er enn í gangi og hægt að kjósa hér. 

Könnunin stendur yfir um þessar mundir.

6 Comments on “Flestir vilja sjá Arnar Þór sem forseta samkvæmt skoðanakönnun DV”

  1. Glæsilegt, enda er þetta eini maðurinn sem ætti að kjósa í forsetastólinn…..

  2. Já öfgahægrimaður uppfullur af kvenfyrirlitningu eins og Arnar er akkúart það sem landið þarf á að halda.

  3. Það væri gott mál ef skynsamur maður eins og Arnar Þór yrði kosin Forseti Íslands. En það gerist varla hjá þjóð sem er orðin verulega klikkuð og sjúk í hugsun.

  4. Einar Viðarsson, þú er eitthað að rugla saman mönnum í þessum skilaboðum þínum. Arnar Þór forsetaframbjóðandi hefur ekkert sagt eða gert, allavega opinberlega, sem gefur tilefni til svona skítkasts.

  5. Veit ekki hvort Einar Viðarsson er kjáni.

    En hann talar eins og kjáni.

  6. Annað skoffín í forsetann, ætti að leggja niður þetta embætti algerlega tilgangslaust embætti, orðuveitingar og kaffiboð…

Skildu eftir skilaboð