Erlendir menn með stöðu sakbornings í hrottalegu nauðgunarmáli

frettinInnlent2 Comments

Tveir erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi eru með stöðu sakbornings í hrottalegu nauðgunarmáli sem lögreglan er með til rannsóknar. Annar mannana hefur starfað sem leigubílstjóri en grunur er um að hann ásamt hinum manninum hafi nauðgað konu sem var farþegi í leigubílnum, atvikið átti sér stað í byrjun mánaðarins. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við Fréttina.

Mikið hefur verið fjallað um málið á samfélagsmiðlum en þar hefur verið sagt að mennirnir séu hælisleitendur. Samkvæmt heimildum sem Fréttin er með undir höndum, er annar mannana frá Marokkó og hefur starfað sem leigubílstjóri í einhvern tíma. Maðurinn er ekki starfandi á leigubílastöð, heldur er með sérstakt leyfi sem hann hlaut eftir ný lög um leigubílstjóra og samgönguráðherrann Sigurður Ingi kom á, fyrir um tveimur árum.

Heimildarmaður sem er yfirmaður á leigubílastöð í Reykjavík, segir í samtali við Fréttina, að þeir hafi verið mjög ósáttir við þessi nýju lög, og hafi m.a. mótmælt fyrir utan Alþingi, en það hafi verið hlegið að þeim. Nýju lögin virka þannig, að menn þurfa ekki að vera með landvistarleyfi til að geta sótt um leyfi til leigubílaaksturs, og geta þeir sótt um posa hjá kortafyrirtækjum þegar leyfið er komið í höfn. Umræddur maður hafi verið á slíkum bíl.

Þá gagnrýna leigubílstjórar einnig að hælisleitendur og flóttamenn hafi fengið að taka meirapróf og fengið leyfi til leigubílaaksturs án þess að tala íslensku og hafi þeim verið hjálpað í gegnum prófin af starfsmönnum ökuskólans, á meðan Íslendingar falla á prófinu og fá enga aðstoð. Þeir benda á að í nágrannalöndum er gerð krafa um að þeir sem sinni þjónustustörfum tali tungumálið.

Heimildarmaðurinn tjáði blaðamanni einnig að málið sé ekki einsdæmi, annar maður sem hafi starfað á hans stöð, sem einnig er af erlendu bergi brotinn, hafi verið ákærður fyrir nauðgun á farþega, maðurinn hafi umsvifalaust sagt manninum upp, og haft samband við samgöngustofu, sem hafi svarað því að ekki sé hægt að svipta manninn leyfinu, fyrr en hann hafi hlotið dóm. Maðurinn er því enn starfandi sem leigubílstjóri á einkaleyfi óháður leigubílastöðvum.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum, þá var konan tekinn upp í bílinn í Hafnarfirði, hún hafi verið ofurölvi og mennirnir nýtt sér ástand hennar, ekið heim til annars þeirra, þar sem þeir nauðguðu konunni hrottalega og gengu svo í skrokk á henni og misþyrmdu. Eftir árásina, hafi mennirnir skutlað konunni heim til sín og látið hana greiða fyrir ferðina í gegnum posa, það var svo þannig sem að lögreglan komst á snoðir um viðkomandi og hægt að rekja slóð þeirra í gegnum kortafyrirtæki.

Samkvæmt upplýsingum var leigubílstjórinn handtekinn nokkrum dögum síðar, þegar hann var á leigubíl sínum í leigubílaröðinni við Leifsstöð en mennirnir hafa búið hér í nokkur ár. Hinn maðurinn mun hafa verið handtekinn annars staðar á sama tíma og voru þeir færðir til yfirheyrslu. Mönnunum var svo sleppt að yfirheyrslu lokinni. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er rannsóknin á viðkvæmu stigi og eru ekki gefnar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Heimildarmaðurinn sem Fréttin ræddi við, vill koma því á framfæri við farþega að taka ekki bíla sem ekki eru merktir leigubílastöð í framrúðu. Taxi merkið sé á þaki bílanna, og því mikilvægt að vekja því athygli, hvort bíllinn sé merktur leigubílastöð eður ei.

2 Comments on “Erlendir menn með stöðu sakbornings í hrottalegu nauðgunarmáli”

  1. Sorglegast við þetta, er að stjórnvöld munu ekkert gera í þessu. Nema kannski að skammast í stúlkunum sem fara einar og fullar í allskonar leigubíla hér og þar.

  2. Nauðgun i boði stjórnvalda pírata vinstrigrænna og samfylkingar.held fólk hugsi sig 2 um hver leigubílstjórinn er aður en það sest upp í

Skildu eftir skilaboð