Afganskir ÍSIS-hryðjuverkamenn undirbjuggu hryðjuverkaárás á sænska þinghúsið

Gústaf SkúlasonErlent, HryðjuverkLeave a Comment

Þýska lögreglan handtók á þriðjudag tvo Afgana sem tengjast hryðjuverkasamtökum Íslamska ríkisins (ISIS). Mennirnir ætluðu að hefnast Kóranbrenna í Svíþjóð og fremja hryðjuverk gegn sænska þinginu.

Þriðjudagsmorgun handtók þýska lögreglan tvo Afgana í borginni Gera. Mennirnir eru 23 og 30 ára gamlir og eru sagðir hafa safnað peningum en einnig reynt að ná vopnum til að framkvæma hryðjuverkið. Tagesschau greinir frá.

Afganirnir eru meðal annars sagðir hafa ætlað að myrða lögreglumenn og starfsmenn á svæðinu í kringum sænska þingið.  Að sögn dagblaðsins Der Spiegel tengjast hinir grunuðu hryðjuverkamenn ISPK, sem er hluti af Íslamska ríkinu í Mið-Asíu. Hryðjuverkaáformin eru hefnd fyrir Kóranbrennurnar í Svíþjóð.

Fjórir gripnir í aðgerðum Säpo i Tyresö fyrir 1o dögum

Fyrir aðeins 10 dögum síðan voru 4 menn handteknir í Tyresö fyrir undirbúning að hryðjuverki í Svíþjóð. Leynilögreglan Säpo sló til á að minnsta kosti 4 stöðum, m.a. húsnæði íslamskra samtaka. Myndir sýna þegar vopn og tæki eru borin út í bíl lögreglunnar.

Hryðjuverkasérfræðingurinn Magnus Ranstorp segir um ástandið í Svíþjóð.

Magnus Ranstorp hryðjuverkasérfræðingur

„Við erum mikilvægt skotmark. Bæði ÍSIS og al-Qaída og fleiri önnur hryðjuverkasamtök einblína um þessar mundir á, hvernig hægt verður að fremja hryðjuverk í Svíþjóð.“

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð