Argentínski pesóinn að verða einn öruggasti gjaldmiðill heims

Gústaf SkúlasonErlent, FjármálLeave a Comment

Hver jákvæð þróunin á fætur annarri: Efnahagslegar umbætur í efnahagslífi landa eru engin töfrabrögð, heldur afleiðing af óvægu og hnitmiðuðu starfi.

Fjárlagahallinn stöðvaður

Fyrir aðeins nokkrum dögum sagði Javier Milei, forseti Argentínu, í sjónvarpsávarpi þessar góðu og sjaldgæfu fréttir: ríkisstjórn hans sem hefur unnið að því að skera niður hömlulaus opinber útgjöld, hefur náð þeim sjaldgæfa og kærkomna árangri, að fjárlög fyrsta ársfjórðungs skilar grænum tölum. Með öðrum orðum: Það hefur tekist að stöðva fjárlagahalla ríkissjóðs.

Eftir aðeins fjóra mánuði í embætti, hefur Javier Milei, forseti Argentínu, einnig unnið annan mikilvægan sigur sem má líka nánast við kraftaverk: Honum hefur tekist að koma á stöðugleika  pesóans eftir áralanga kerfisbundna verðbólgu sem þjáð hefur efnahag Argentínu.

Pesóinn stórhækkar í verði

Bloomberg greinir frá: Pesóinn hefur í raun ekki aðeins hætt að lækka dag eftir dag heldur er hann að hækka verulega á einum mikilvægum gjaldeyrismarkaði. Pesóinn hefur hækkað um 25% miðað við dollar undanfarna þrjá mánuði. Þetta er tölfræðilegt átak í landi þar sem gjaldmiðillinn virtist vera í endalausu frjálsu falli. (Minnsta gengislækkun síðasta áratugar var 15% á ári.) Þetta undirstrikar hversu langt Milei hefur lagt sig fram til að draga úr uppblásnum ríkisútgjöldum og hemja óðaverðbólgu sem hefur rokið upp úr öllu valdi í næstum 300% á ári.

Vinnan við að hemja efnahagslífið er svo mikil og sjálfur fullyrðir Mileis, að niðurskurður hans í fjárlögum sé „sá stærsti í mannkynssögunni.“  Niðurskurðurinn nemur jafnvirði tæplega 4% af efnahagsframleiðslu landsins. Embættismenn seðlabankans áætla að stærð niðurskurðarins sé meira en 90% af öllum framkvæmdum í heiminum á síðustu áratugum.

Verkinu er hvergi nærri lokið og hættur eru fram undan: Pólitískur þrýstingur á að draga úr fjármálaáætluninni mun vissulega aukast en forsetinn hefur ekki áhyggjur af því að þurfa að greiða það með pólitískum kostnaði. Pesóinn gengur svo vel núna, að seðlabankinn hefur efni á því að kaupa dollara til að endurnýja gjaldeyrisforðann.

Vextir lækkaðir fjórum sinnum eftir að Milei komst til valda

Það sem er öðruvísi núna er að Argentínumenn bera meira traust til pesóans í augnablikinu sem kemur í veg fyrir flótta yfir í dollarann. Það gerði seðlabankanum kleift að lækka vexti á fimmtudag í fjórða skiptið síðan Milei tók við embætti. Þar að auki, með niðurskurði fjárlaga, er seðlabankinn ekki lengur að fjármagna ríkisútgjöld beint með því að prenta peninga.

Hagstjórnin er farin að verða skynsamleg og ástandið öðruvísi en í kosningabaráttunni, þegar Milei líkti gjaldmiðlinum við „saur“ og best væri að leggja pesóinn niður.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð