Ástralía opnar landamæri sín á ný með ströngum skilyrðum

frettinInnlendarLeave a Comment

Ástralía mun opna alþjóðleg landamæri sín í nóvember næstkomandi eftir 18 mánaða ströng landamærahöft.

Scott Morrison forsætisráðherra tilkynnti á föstudag ítarlega áætlun um að aflétta alþjóðlegu ferðabanni. Ríki og landsvæði munu opna aftur með mismunandi hraða, allt eftir því hvenær þau ná 80% tvískammta bólusetningarmarkmiðinu.

Líklegt er að New South Wales (NSW) verði fyrst til að opna landamærin, en dagsetningin miðast við 80% bólusetningarmarkmiðið sem er í kringum 25. október.

„Það er kominn tími til að gefa Áströlum líf sitt aftur,“ sagði Morrison á blaðamannafundinum. ,,Við höfum bjargað mannslífum. Við höfum bjargað lífsviðurværi, en við verðum að vinna saman að því að Ástralir geti endurheimt lífið sem þeir höfðu áður í þessu landi."

Fullbólusettir Ástralir geta farið inn og út úr landinu að vild en ferðalög óbólusettra verða áfram takmörkuð.

Ástralskir ríkisborgarar og fólk með landvistarleyfi sem er að fullu bólusett með bóluefni sem viðurkennt er af lyfjaeftirliti þjóðarinnar, Therapeutic Goods Administration (TGA), mun einnig geta farið í sóttkví heima í sjö daga en aðrir verða að vera í 14 daga sóttkví.

Þeir sem eru yngri en 12 ára eða eru með læknisfræðilega undanþágu verða meðhöndlaðir sem bólusettir.

Áströlum sem yfirgefa landið er lofað að fá  bólusetningavottorð sem er alþjóðlega viðurkennt.

Ástralía lokaði landamærunum sínum 20. mars 2020 þar sem ríkisborgarar þurfa undanþágur frá ríkisstjórninni til að yfirgefa landið. Þeir sem snúa aftur þurfa að fara í 14 daga á sóttkvíarhótel við komuna sem kostar yfir $3000.

Stjórn NSW hefur gefið til kynna að hún vilji bjóða þúsundir Ástrala velkomna aftur þegar landamæri, opnast aftur. Eins og er eru yfir 45.000 Ástralir enn strandaglópar erlendis og bíða eftir að komast heim.

Ástralskir háskólar hafa hvatt stjórnvöld til að samþykkja kínverskt bóluefni svo kínverskir alþjóðlegir námsmenn, lykilmarkaður fyrir menntageirann í landinu, geti snúið aftur til Ástralíu.

Alríkisstjórnin vinnur einnig að ferðum án sóttkvíar með löndum eins og Nýja Sjálandi, Singapúr og fl. Qantas, helsta flugfélag Ástralíu, hefur þegar skipulagt fyrsta millilandaflugið fyrir bólusetta farþega. Flogið verður frá Sydney, Melbourne og Brisbane en áfangastaðir eru London, Los Angeles, Honolulu, Vancouver, Singapore, Tókýó og Fídjieyjar.

Skildu eftir skilaboð