Biden hjónin grímulaus á veitingastað í trássi við reglur

frettinErlent

Forsetahjón Bandaríkjanna sáust grímulaus á hágæða veitingastað í Georgetown í Washington DC á laugardag, en það er brot á reglum borgarinnar um grímuskyldu innanhús. 

Myndband af atvikinu sýnir forsetahjónin á veitingastaðnum Fiola Mare þar sem þau eru eina fólkið án grímu. Tilskipun um grímur á innanhúsviðburðum og veitingastöðum voru settar af Muriel Bowser borgarstjóra Washington DC í júlí vegna aukinna smita af delta afbrigðinu. 

Eins og flestum er kunnugt er forseti Bandaríkjanna mikill talsmaður grímunotkunar. Til að mynda er grímuskylda hjá öllum skólabörnum í borginni og á innanhúsviðburðum ber öllum tveggja ára og eldri að vera með grímu.

Reglur veitingahússins Fiola Mare þar sem hjónin snæddu kvöldverð segja:

„Samkvæmt leiðbeiningum Sóttvarnarstofunar Bandaríkjanna og tilskipunar Muriel Browser borgarstjóra Washington DC, ber öllum einstaklingum eldri en tveggja ára að vera með grímu innanhúss óháð bólusetningarstöðu. Grímurnar þarf alltaf að vera með inni á veitingastaðnum nema rétt á meðan verið er að borða. Við þökkum sýndan skilning."