Baba Vanga ,,Nostradamus Balkanskaga“ – spádómar fyrir árið 2021

frettinErlent

Dulspekingurinn Baba Vanga (Vangeliya Pandeva Gushterova) sem oft hefur verið nefnd Nostradamus Balkanskaga var stórmerkileg blind kona sem uppi var á síðustu öld en þótti sérlega nákvæm í sínum spádómum. Margir heimsfrægir leiðtogar heimsóttu hana til að reyna skyggnast inn í framtíðina. Sögur segja að þar á meðal hafi verið Adolf Hitler en að hann hafi gengið út af fundinum reiður og alvarlegur í bragði.  Ekki þykir ólíklegt að spákonan hafi séð fyrir um endalok hans og nasismans.  Hitler ræddi fund sinn við Baba aldrei.

Baba spáði fyrir um uppgang ISIS, Brexit og árásirnar á World Trade Center 11. september með ótrúlega nákvæmum hætti. Þá spáði hún því einnig að árið 2021 myndi einkennast af miklum hörmungum og sjúkdómum.

Baba Vanga fæddist árið 1911. Hún var blind frá barnæsku eftir að hafa lent í sandstormi ung að aldri sem feykti henni hátt á loft og út á akur. Það þótti mikið kraftaverk að hún skyldi lifa af og komið heil niður, fyrir utan að hafa misst sjónina.

Baba Vanga eyddi mestum hluta ævi sinnar í búlgörsku fjöllunum Kozhuh. Hún varð síðar fræg fyrir skygnigáfu sína og margir leituðu til hennar í von um að ná sambandi við látna ættingja. Baba tók aldrei greiðslu fyrir spámennsku sína og bjó við mikla fátækt allt sitt líf.

Hún varð heimsfræg fjórum árum eftir að hún lést þegar rússneski kjarnorkukafbáturinn Kursk sökk árið 2000 en hún hafði spáð því árið 1980 að Kursk myndi sökkva, en á þeim tíma var talið að hún ætti við rússnesku borgina Kursk.

Hvað árið 2021 varðar,  spáði Baba Vanga því að heimsbúar myndu ganga í gegnum  „miklar hörmungum og hamfarir“ á árinu og að þrír „risar“ myndu sameinast og „sterkur dreki“ myndi ná haldgripi á mannkyninu. Sumir halda því fram að „drekinn“ sé Kína og að spáin táknaði að alþjóðlegt vald heimsveldanna haldi áfram að styrkjast.

Vanga spáði því líka að lækning við krabbameini myndi finnast árið 2021. Hún sagði orðrétt: „Dagurinn mun koma þegar krabbamein verður bundið niður með járnkeðjum.“

Fleiri spádómar sem kenndir eru við dulspekinginn á árinu 2021 segja að Bandaríkjaforseti muni þjást af heyrnarleysi og banvænum sjúkdómi og Rússlandsforseti muni lifa af morðtilraun. Hún spáði því einnig að Evrópa gæti staðið frammi fyrir efnavopnaárás islamskra öfgamanna.

Margir efast þó um spádóma blinda sjáandans og segja engar sannanir fyrir því að einhverjir þessara spádóma séu raunverulegir. Þrátt fyrir þær fullyrðingar er óumdeilanlegt að  85% spádómanna hafa ræst hingað til, en tíminn verður síðan að leiða hitt í ljós.

Ekki er ólíklegt að handritshöfundur þáttanna Vikings sem sýndir eru á Netflix hafi sótt innblástur í Baba Vanga en þar leikur einmitt blindur sjáandi stórt hlutverk.

Baba Vanga lést árið 1996, 85 ára að aldri.

Meira er hægt að lesa um þennan merkilega dulspeking hér.


Image