Söngkonan Adele gaf út í gær plötuna 30 sem margir aðdáendur hafa beðið spenntir eftir, en söngkonan gaf síðast út plötuna 25 árið 2015.
Á plötunni má finna tólf lög, þar á meðal Easy On Me sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu vikur. Adele er þekkt fyrir að semja lög um ástarsorg og erfiðar tilfinningar og er þessi plata engin undantekning. Árangurinn þykir framar öllum vonum og óhætt að segja að tónlistin fái hárin til að rísa.
Adele hefur birt lítil brot úr tónlistinni síðustu daga og þannig gefið aðdáendum sínum smá forskot á sæluna en nú geta þeir hlustað á plötuna í heild sinni á Spotify sem finna má hér fyrir að neðan.