Billi­e Eilish segir klám hafa skaðað á sér heilann

frettinErlentLeave a Comment

Banda­ríska söng­konan Billi­e Eilish segir að klám hafi skaðað á sér heilann eftir að hún fór að horfa á það í grunns­skóla. Söng­konan ræddi málið í þætti Howard Stern.

„Sem konu finnst mér skömm að klámi,“ segir Eilish sem nú er orðin ní­tján ára gömul. „Ég horfði mjög mikið á klám, í fullri hrein­skilni. Ég byrjaði að horfa á klám þegar ég var um ellefu ára.“

Söngkonan segir það hafa haft nei­kvæð á­hrif á sig. „Ég held þetta hafi virki­lega rústað í mér heilanum og ég er miður mín yfir því að hafa horft á svona mikið klám.“

Söng­konan segist hafa horft á margar tegundir af klámi og það hafi orðið að fíkn, sem hún segir að hafi mótað á­hrif á hug­myndir sínar um kyn­líf og sam­bönd.

Þjáist af martröðum

„Það varð þannig að ég gat ekki horft á neitt annað án þess að það væri of­beldis­fullt, mér fannst það ekki spennandi,“ segir söng­konan.

„Ég hafði ekki stundað kyn­líf. Ég hafði ekki gert neitt. Þannig að þetta leiddi til vanda­máls og brenglaðs viðhorfs til kynlífs. Fyrstu skiptin sem ég stundaði kyn­líf þá sagði ég ekki nei við því sem mér fannst ekki gott. Það var vegna þess að ég hélt að þetta væri það sem mér ætti að finnast spennandi.“

Þá segir söng­konan að hún hafi byrjað að horfa á „niður­lægjandi“ BDSM klám, sem hún segir hafa valdið því að nú þjáist hún af mar­tröðum og svefn­rofa­lömun.

„Ég er svo reið yfir því að klám sé dásamað svona mikið. Og ég er svo reið út í sjálfa mig að hafa haldið að þetta væri í lagi.“

Engin píka lítur svona út

Þá skaut Eilish föstum skotum að klám­iðnaðinum fyrir að búa til ó­raun­hæfar væntingar til líkama kvenna.

„Það hvernig píkur líta út í klámi er fokking klikkun,“ segir söng­konan. „Engin píka lítur svona út. Líkami kvenna lítur ekki svona út. Við fáum það ekki svona.“

Independent greindi frá.

Skildu eftir skilaboð