Bóluefnasalan „framleiðir“ milljarðamæringa

frettinErlentLeave a Comment

Covid-19 bóluefnasalan hefur „framleitt" að minnsta kosti níu nýja milljarðamæringa (í maí sl.) eftir að hlutabréf í fyrirtækjum sem framleiða efnin í sprautunum hækkuðu mikið.

Efstir á lista yfir nýja milljarðamæringa eru Stéphane Bancel, forstjóri Moderna og Ugur Sahin, forstjóri BioNTech, sem hefur framleitt bóluefnið með Pfizer. Báðir forstjórarnir eru nú um 4 milljarða dollara virði, samkvæmt greiningu People's Vaccine Alliance, aðgerðarhóps sem inniheldur Oxfam, UNAIDS, Global Justice Now og Amnesty International.

Háttsettir stjórnendur frá CanSino Biologics í Kína og fyrstu fjárfestar í Moderna hafa einnig orðið milljarðamæringar eftir að hlutabréfin hækkuðu upp úr öllu valdi, að hluta til í von um hagnað af Covid bóluefnum. Greiningin var unnin með gögnum frá Forbes Rich List.

Gengi hlutabréfa Moderna hefur hækkað um meira en 700% síðan í febrúar 2020, en BioNTech hefur hækkað um 600%. Hlutabréf CanSino Biologics hafa hækkað um 440% á sama tímabili. Eins skammta Covid-19 bóluefni fyrirtækisins var samþykkt til notkunar í Kína í febrúar.

Aðgerðarinnar sögðu að „auðkynslóðin" sýndi hinn gríðarlega mikla ójöfnuð sem leitt hefur af heimsfaraldrinum.Hinir níu nýju milljarðamæringar eru samtals 19,3 milljarða dollara virði, sem er nægjanlegt til að bólusetja að fullu um 780 milljónir manna í lágtekjulöndum, sögðu þeir.

„Þessir milljarðamæringar eru fulltrúar þess mikla hagnaðar sem mörg lyfjafyrirtæki hafa notið vegna einokunarinnar sem þau hafa á þessum bóluefnum," sagði Anne Marriott, hjá Oxfam, í yfirlýsingu. „Þessi bóluefni voru fjármögnuð af almannafé og ættu fyrst og fremst að vera almannagæði á heimsvísu, ekki einkagróðatækifæri," bætti hún við.

Skýrslan kom fram á svipuðum tíma og G20 alþjóðlega heilbrigðisráðstefnan var haldin sem fram fór í maí sl. þar sem búist var við að leiðtogar heimsins ræddu afsal einkaréttar á bóluefnum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur stutt þá aðgerð, sem stuðningsmenn segja að muni hjálpa til við að auka alþjóðlegt framboð og minnka bólusetningarbilið milli ríkra og fátækra landa. Andstæðingar, eins og Þýskaland, hafa haldið því fram að vernd einkaréttarins sé mikilvægt fyrir nýsköpun og segja að það að afnema einkaleyfi muni ekki auka framboð á marktækan hátt vegna takmarkandi þátta eins og framleiðslugetu og innihaldsefna.

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hafa 87% bóluefnisskammta farið til hátekju- eða efri tekju landa en lágtekjulönd hafa aðeins fengið 0,2%. Aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Gita Gopinath, sagði að bólusetning 60% jarðarbúa fyrir mitt ár 2022 myndi kosta aðeins um 50 milljarða dollara.

Albert Bourla, forstjóri Pfizer, sagði á heilbrigðisráðstefnunni að fyrirtækið ætlaði að afhenda 2 milljarða skammta af bóluefni sínu til lág- og millitekjulanda á næstu 18 mánuðum. Pfizer gerði ráð fyrir að sala þess á bóluefninu nemi alls um 26 milljörðum Bandaríkjadala í lok þessa árs, með hagnaðarhlutfalli sem nálgist 30%. Bourla hefur varið ákvörðunina um að hagnast á bóluefninu og sagði að fyrirtækið hans tæki alla áhættuna við að þróa það og fjárfesti allt að 2 milljarða dollara í rannsóknir og þróun.

Heimild CNN Buisness

Skildu eftir skilaboð