Ritstjóri New York Times í Asíu lést daginn eftir örvunarsprautuna

frettinErlentLeave a Comment

Carlos Tejada, aðstoðarritstjóri New York Times í Asíu er látinn 49 ára að aldri, einum degi eftir að hann fékk örvunarsprautuna. 

Tejada sem hjálpaði til við að skapa umfjöllun um alþjóðlegu Covid-19 kreppuna árið 2021 og hlaut Pulitzer verðlaunin, lést 17. desember á sjúkrahúsi í Seoul samkvæmt New York Times.

Eiginkona Tejada sagði fyrst frá andlátinu á Twittersíðu ritstjórans: „Þetta er eiginkona Carlosar, Nora. Í minni djúpstæðu sorg tilkynni ég ykkkur að Carlos lést í gærkvöldi af völdum hjartaáfalls. Ég hef misst besta vin minn og börnin okkar misst sannarlega frábæran pabba. Ég mun vera fjarri samfélagsmiðlum um tíma.

Eiginkonan skrifaði þetta 18. desember sl. en nokkrum klukkustundum áður þann 17. desember, fagnaði Tejada því á Instagram að hafa fengið örvunarsprautu og skoraði á Omicron. „Tvöfaldur komin í kallinn, fyrst Janssen og svo Moderna áfylling. ,,Hey, Omicron: Sláðu mig með þínu blauta trýni,“ ("Hey, Omicron: hit me with your wet snot") skrifaði hann 17. desember. 

Dánarorsök Tejeda hefur verið úrskurðuð hjartaáfall.

Í byrjun desember lést einnig ritstjóri Washington Post eftir hjartastopp, Fred Hiatt.

Image

Skildu eftir skilaboð