Þingkona í Úkraínu: ,,erum skjöldur Evrópu og erum að berjast fyrir New World Order“

[email protected]Erlent1 Comment

Þingkona Úkraínu, Kira Rudik, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina FOX news um áframhaldandi innrás Rússa að Úkraína væri ekki bara að berjast fyrir landið sitt heldur líka fyrir New World Order (nýju heimsregluna).

Í viðtalinu lýsti Rudik ítarlega viðleitni Úkraínumenn til að verjast innrás Pútíns og undirstrikaði hvernig fjöldi óbreyttra borgara hafi gripið til vopna og væru í viðbragðsstöðu, þar á meðal hún.

Hún segir almenna borgara vera tilbúna að berjast fyrir landið sitt.

En Úkraínumenn berjast einnig fyrir annan málstað sagði Rudik, þjóðin leggur líf sitt að veði fyrir lýðræði New World Order.

Fréttamaðurinn spyr þingkouna hvort hún sé hissa að sjá Úkraínumenn svo viljuga til að berjast á móti Rússlandi.

„Ég er ekki hissa. Við höfum barist við Pútín í átta ár og það hafa verið þrjár byltingar í landinu, þegar við vorum ósammála þeim stefnum, sem verið var að fylgja.

„En nú er þetta mikilvægur tími, því við vitum að við erum ekki aðeins að berjast fyrir Úkraínu, heldur  fyrir nýju heimsreglu lýðræðisríkjanna, New Worl Order. Við vitum að við erum skjöldur fyrir Evrópu. Við vitum, að við erum ekki aðeins að verja Úkraínu; við erum líka að verja öll önnur ríki, sem verða næst á eftir okkur, ef okkur mistekst. Þess vegna má okkur ekki mistakast.“

Viðtalið má sjá og heyra hér:

One Comment on “Þingkona í Úkraínu: ,,erum skjöldur Evrópu og erum að berjast fyrir New World Order“”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.