Sending bóluefna til Bangladesh stöðvuð – sátu hjá í atkvæðagreiðslu um Rússland

thordis@frettin.isErlentLeave a Comment

Ákvörðun Bangladesh um að sitja hjá í atkvæðagreiðslu þar sem Rússland var fordæmt leiddi til þess að Bangladesh fær ekki fyrirhugaða sendingu af COVID-19 bóluefnum.

Í síðustu viku samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að fordæma Rússland fyrir innrás þeirra í Úkraínu og kröfðust tafarlauss brotthvarfs rússneska hersins.

141 af 193 aðildarríkjum greiddu atkvæði með ályktuninni. Fimm þjóðir greiddu atkvæði á móti, þar á meðal Rússland sjálft, Hvíta-Rússland, Norður-Kórea, Sýrland og Erítrea. Hin 35 löndin sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Meðal þeirra sem sátu hjá var Suður-Asíuríkið Bangladesh sem varð til þess að Litháen sem nokkrum dögum áður hafði áveðið að senda landinu yfir 440.000 skammta af COVID-19 bóluefni, hætti við sendinguna.

Þetta kemur fram í skýrslu frá litháíska ríkisútvarpinu og sjónvarpinu (LRT). Þetta staðfesti talsmaður Ingrida Šimonytė, forsætisráðherra Litháen, við LRT.

Ekki fylgir fréttinni hvort Bangladesh telji ákvörðun Litháen vera blessun eða refsingu í ljósi þess hversu misheppnuð svokölluð Covid bóluefni eru.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð