Facebook viðurkennir fyrir dómstólum að staðreyndatékk sé byggt á skoðanafrelsi

frettinErlentLeave a Comment

Facebook hefur viðurkennt fyrir dómstólum að svokallaðir staðreyndatékkarar (e.fact-checkers) miðilsins séu ekki að fullyrða eða lýsa þvi yfir að staðreyndir séu sannar eða réttar heldur er frekar um að ræða stjórnarskrárvarinn rétt til að hafa skoðun.

Steve Kirsch, sem stofnaði sjóð fyrir COVID-19 snemmmeðferðir tók upp símtal við staðreyndatékkara frá PolitiFact, sem sýndi hversu fáfróður sjálfur staðreyndatékkarinn var um staðreyndir og hversu ófús hann er til að skoða gögnin.

Það eru þrír gagnagrunnar í Bandaríkjunum þar sem hægt er að tilkynna bóluefnaskaða; VAERS á síðu Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC), OpenVAERS og MedAlerts, stofnað af NVIC (National Vaccine Information Center). Af þessum þremur er MedAlerts með auðveldasta viðmótið til að skoða og safna gögnum.

Það sem gerir VAERS verðmætt er sú staðreynd að hægt er að finna mikilvæg hættumerki sem annars færu fram hjá fólki. Það er hugsunin með gagnagrunninum og hefur hann gagnast þar vel.

Staðreyndatékkarnir reyna nú að rengja áreiðanleika VAERS gagnagrunnsins sem m.a. er haldið úti af CDC, segja gögnin í besta falli óáreiðanleg og í versta falli gagnslaus.

En þetta er ekki svo einfalt. Bandarísk stjórnvöld hafa skýra lagalega skyldu til að reka kerfi til að greina hugsanlegan skaða af völdum bóluefna. Ef VAERS er gagnslaust þá eru stjórnvöld brotleg við lög. Í ákafa sínum til að vernda lyfjarisana gætu staðreyndatékkarar því verið að kasta ábyrgðinni á stjórnvöld.

Viðal við Steve Kirsch má sjá hér neðar:

Heimild.

Skildu eftir skilaboð