Bretar líklega boðaðir í fimmtu sprautuna í haust

frettinErlentLeave a Comment

Heilbrigðisráðherra Bretlands, Sajid Javid, hefur gefið sterklega til kynna að fimmta sprautan af svokölluðu bóluefni við Covid verði gefin í haust.

Ráðherrann, sem var spurður af því í vikunni hvort önnur örvunarsprautuherferð væri á döfinni, sagði að það væri mögulegt...líklega fyrir þá sem eru 50 ára og eldri. En hann bætti við að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin.

Þeir sem eru yfir 75 ára, íbúar á hjúkrunarheimilum og sjúklingar með veikt ónæmiskerfi munu fá boð um aðra örvunarsprautu, þá fjórðu sem sagt, fyrir vorið til „að styrkja ónæmi milljóna manna.“

Ef þeim býðst önnur sprauta með haustinu verður það þeirra fimmta. Sumir ónæmisbældir fullorðnir einstaklingar munu þá þegar hafa fengið fimm.

Javid opinberaði einnig að áhyggjur manna á Downing Street hafi ekki breyst undanfarnar tvær vikur, þrátt fyrir auknar sýkingar og sjúkrahúsinnlagnir. Hann sagði að tölurnar væru enn langt undir hámarki.

Hann hvatti einnig fólk til að meðhöndla Covid eins og hvern annan smitsjúkdóm og „haga sér skynsamlega“ ef þeim liði illa eða finndu fyrir einkennum, þar á meðal að takmarka umgengni við annað fólk og vera innandyra til að forðast það að dreifa veirunni. .

Fimm milljónir Breta urðu gjaldgengir í seinni örvunarsprautu sl. mánudag og gert var ráð fyrir að fyrstu 600.000 hafi fengið boð í þessari viku.

Í þessu sambandi mætti benda á að samkvæmt nýlegri skýrslu breskra heilbrigðisyfirvalda eru níu af hverjum tíu sem látist hafa af Covid, fullbólusettir.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð