Þríbólusetta tennisstjarnan Gael Monfilis sökuð um að dreifa „anti-vax“ áróðri

frettinErlentLeave a Comment

Fremsti tennisleikar Frakklands, Gael Monfils, sendi nýverið frá sér tilkynningu á Twitter þar sem hann kenndi aukaverkunum af völdum Covid-örvunarsprautunnar um að hafa ekki tekið þátt í mótum undanfarið.

„Halló allir, ég vildi segja ykkur fréttir eftir að hafa verið fjarverandi á mótum undanfarið. Ég glími við heilsubrest (líklega eftir þriðja skammtinn af bóluefninu). Að læknisráði hef ég ákveðið að taka smá tíma til að hvíla mig. Þannig að því miður mun ég ekki geta spilað á Davis Cup í næstu viku. Ég vonast til að geta farið til Bandaríkjanna.

Frakkinn sætti gagnrýni margra „fyrir að að ýta undir áróður gegn bólusetningum. Monfils virðist því hafa séð sig neyddan til að skrifa aðra yfirlýsingu:

„Tilgangurinn var einfaldlega að vera opinskár við ykkur en ekki að ýta undir áróður gegn bólusetningum. Hættum að eigna okkur orð annarra í pólitískum tilgangi eða til að þjóna eigin sannfæringu. Ég sé alls ekki eftir því að hafa verið bólusettur. Fólk gerir það sem það vill. Mér líður betur og betur og ég vona að ég verði tilbúinn fyrir Indian Wells mótið!

Franski tennisleikarinn Jeremy Chardy er sömuleiðis sagður glíma við aukaverkanir og hefur ekki spilað frá því síðasta sumar.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð